föstudagur, mars 04, 2005

I'm just waiting for the second coming...

Skutlaði hér inn tveimur þáttum úr útvarpssögunni sívinsælu. Það þýðir að einungis síðasti lesturinn er eftir. Held að ég láti það rugl bíða.

Annars er hér skítakuldi og snjór undir handarkrika. Eða allt að því. Reyndar býr maður á hæsta punkti Sjálands, þannig að það er kannski ekki við öðru að búast. Ég væri þó alveg til í að vorið færi að láta á sér kræla.

það var smá breik-þrú í verkefninu í dag. Í staðinn fyrir að vera með næstum rétta niðurstöðu, þá er ég núna með nákvæmlega rétta niðurstöðu. Þ.e., í þessum hluta verkefnsins. Mjög gott mál. Fjandans tíma sem þetta hefur tekið. En nú fer þetta að verða spennandi því að héðan í frá er maður kominn í hluti sem ekki hafa verið gerðir áður. Allavega ekki mér né kennarnum vitandi.

Lag dagsins: Ophelia með The Band. Tær snilld.