laugardagur, apríl 02, 2005

Spiral Strip with Inductor

Útskrift hjá Bruno og Thomas á fimmtudag tókst svona temmilega. Meira að segja ótrúlega lítil ölvun á liðinu.

Í gær skammaðist ég í bæinn með Begga, þar sem hann var að sækja um vinnu sem 007. Eða eitthvað álíka. Það endaði á þvílíku böm-rölti um Österbro. Reyndar ekki svo slæmt, þar sem veðrið var gott. Hápunktur þvælingsins var þvímælalaust inni FCK Superstore. Þar var fjandakornið hægt að kaupa næstum allt mögulegt merkt FCK. Við misstum þó málið er viði sáum g-strenginn merktann FCK. Sumir hlutir passa hreinlega ekki saman...

Ég, Beggi, Erna og Gunni borðuðum svo eðal mexíkanskan mat áður en við fórum til Hildar og Þórhalls í innflutningspartí. Eðal veisla, og Þórhallur bauð uppá frosinn þvílíkt illa lyktandi hákarl. Snilld.