fimmtudagur, maí 05, 2005

You're fading from my view...

Ég skal viðurkenna að ég væri ekki til í að skipta við bróður minn á tónleikum. Hann að fara á Shadows og ég að fara á Foo Fighters eftir viku. Fyrir 100dkr. Súper díll. Meiriháttar!

Spurning svo hvort að maður skellir sér á Black Label Society. Þar er aðalmaðurinn Zakk Wylde, sá hinn sami og þenur strengi hjá Ozzy Osbourne.

Hér tröllríður umfjöllun um seinna stríð öllu. Síðustu daga hafa verið fjöldi þátta á dönsku sjónvarpsstöðvunum um hernámsárin og allt sem þeim fylgdi. Sá ágætis sjónvarpsmynd þar sem Robert Carlyle lék Hitler. Frekar napurlegt allt.

Annars er fjandi næs að vera kominn bæði með sjónvarp og sófa. Það magnaðasta er kannski að hafa fengið sófa sem passar inná herbergið.

Þessa dagana er ég að fá skemmtilega vitlausar niðurstöður úr öllum keyrslum á forritinu mínu í lokaverkefninu. Eins og vanalega gengur djöfullega að finna vitleysuna. Svosem ekkert nýtt þar. En það sem er hrikalega pirrandi er, að ég hef fengið mjög svipaða vitleysu áður, og auðvitað man ég ekki hvern fjandann ég lagaði í kóðanum þá. Version-Control í góðu lagi á þessum bænum. Í ofanálag tekur hver keyrsla næstum einn og hálfan tíma, þannig að það er frekar pirrandi að fá alltaf tóma vitleysu eftir þann biðtíma. Það veit líklega heldur ekki á gott fyrir 2-D og 3-D strúktúrana sem eru næstir á dagskránni.

Lag dagsins er Doll með Foo Fighters.