Immune to the whole affair
Síðustu 3 árin hef ég stórt séð eingöngu tekið fög tengd rafsegulfræði sem valfög. Og sé alls ekki eftir því. Ótrúlega spennandi, þó að ég viðurkenni fúslega að á köflum er þetta algjört torf.
Núna er þó þannig komið í verkefninu hjá mér, að ég vildi að ég hefði skammast til að taka svo sem einn grunnkúrs í hugbúnaðarhönnun. Svosem óvíst að það myndi hjálpa núna, en þá hefði ég allavega minni ástæðu til að nöldra yfir því að vita ekki hvað snýr upp og niður í kóðanum hjá mér. Ó vell...Þetta hefst allt á endanum. Það verður aftur á móti meiri háttar sniðugt að sjá ef einhver fær þennan kóða seinna meir til að vinna með. Ég gef þeim sama tvær vikur og svo klepp.
Ég vissi að veðrið hér væri að fara að batna. Reyndar kominn tími til. Hlýtt og mollulegt í dag. Ég hef stóra trú á að nú sé loksins sumarið komið.
Lag dagsins er Not where it's at með Del Amitri
<< Home