fimmtudagur, júní 09, 2005

Silver's meant to burn forever

Ég sá auglýsingu á kollegíinu í dag, þar sem verið var að auglýsa herbergi til útleigu. Tímabundið. Og helst vildi fólkið á ganginum fá Kínverja, en aðrir voru þó velkomnir að sækja um. Þannig lagað allt gott um það að segja. Mér skilst almennt að það fari lítið fyrir Kínverjunum sem hingað sækja í skóla, þannig að þeir eru væntanlega góðir nágrannar. (Fyrir utan þennan, auðvitað.)

Ég fór þó að hugsa um hvort að þetta þætti í sumum löndum vera mismunun. Mér datt allavega eitt land í hug þar sem ég er viss um að þetta þætti ekki kosher. (Hint: Vinur minn sem eitt sinn bjó þar, kallaði það síðasta kommúnistaríkið.)

Besta sjónvarpsefnið þessa dagana, og þættir sem ég reyni alltaf að sjá þegar tími gefst til, eru Mythbusters-þættirnir á Discovery. Þvílíkir snillingar sem þar eru á ferð. Og það er ekki laust við að mér detti stundum Jolli frændi minn í hug. Hann er reyndar ekki mikið í að sprengja hluti í loft upp, eða nokkuð í þeim stílnum, en það er álíka hugkvæmni. Toppþættir.

Hins vegar var í kvöld einhver jafnversta þýðing sem ég hef séð í seinni tíð í þessum þætti. Að þýða Vegeterian sem Dýralæknir, var ekki kúl. Vegeterian - Vetenerian, ekki svo stór munur þar?

Ahhh...Sú góða skemmtun frammundan að varpa c.a. 1000 hnitakerfum í eitt global hnitakerfi. Þeta og fí, enívonn?

Lag dagsins er Breaking the Chains með 80's þungarokksbandinu Dokken. Þetta ágæta lag var spilað á 1.des skemmtun Fjölbrautarskólans á Sauðárkróki í upphafi 10. áratugs síðustu aldar af súperbandinu JordMora. Var það í fyrsta og eina sinn sem JordMora spilaði opinberlega. Reyndar sprungu öryggi í miðju lagi, þannig að hljómsveitin varð að byrja aftur eftir að tryggt hafði verði að hægt væri að klára lagið. JordMora hafði uppi áform um að koma saman árið eftir, en eins og aldrei sagði þrjóska og listrænn ágreiningur til sín og ekki varð úr neinu. Ó vell...