Paint it black
Jessss...Síðasta prófið yfirstaðið. Það gekk svona súpervel, og eftir að ég sá lausnirnar í dag, þá er þetta líklega fyrsta prófið sem ég sjéns í 13. Ég býst reyndar ekki við að það gangi eftir, en ef ég fæ undir 11, þá verð ég verulega fúll. Fínt að taka síðasta prófið með trompi.
Ég hélt að sjálfsögðu lítillega uppá próflok. Kíkti í bæinn með Bruno og Ernu. Það varð öllu lengra djamm en ég átti von á, og því var ferskleikinn ekki í fyrirrúmi þegar ég hjálpaði Ernu við að flytja í dag. Því er komið að því að leggja sig þannig að maður verði ferskur fyrir tónleikana með Elvis Costello í tívolí á eftir.
Sumarfest á Kampsax kollegíi á morgun. Veisla. Bissí tímar.
Lag dagsins er Persuasion með Tim Finn. Love it.
<< Home