fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Got what no one else had

"Candlelit Christmas dinner."

Sá þessa auglýsingu í strætó í morgun. Mér finnt þetta undarlegur tími ársins til að auglýsa svona.

Lag dagsins er án efa Gleðibankinn. Nuff said.

þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Step on my old size nines

Á döfinni: Enn ein ferðin til Finnlands í næstu viku. Líklega þó sú síðasta í bili. (Eitthvað held ég að þessi setning eigi eftir að koma í bakið á mér...) Svo verður vikuferð til Kína fyrir páskana. Sú ferð verður partur af nýja starfinu, og verður þess vegna ágætlega spennandi. Að auki verð ég líklega þarna yfir helgi, Þannig að kannski maður hafi það loksins af að sjá eitthvað annað en verksmiðjuna og markaðina þarna. T.d. þennan múr þeirra. Það væri allt í lagi.

Jú, og tónleikar með Stereophonics í næstu viku. Aldeilis ágætt.

Byrja svo á fullu í nýju deildinni þann 1.apríl.

sunnudagur, febrúar 17, 2008

"Breaker 1-9"

Við sáum Convoy í gær. Mig rámaði í að þessi mynd hafi þótt spennandi í denn. Það er víst óhætt að segja að hún hefur ekki haldið kúlinu. Og það meira að segja þótt að Kris leiki aðalhlutverkið.

föstudagur, febrúar 15, 2008

I´m on a roll this time

Ekkert svekkjandi að vera nýbúinn að þiggja nýtt starf, og fá svo póst nokkrum dögum seinna um annað starf sem maður var mun spenntari fyrir.

Ó jæja...

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Rock the cashbah

Er ekki nóg komið hjá dönsku blöðunum með þessar múhameðteikningar? Fínt að hafa tjáningarfrelsi, en maður hefði kannski vonast eftir örlítið hærri standard en einhverju sem leikskólakrakkar eru skammaðir fyrir. Sveiattann!

mánudagur, febrúar 11, 2008

Burn, Baby Burn

Og þetta er ein af ástæðunum fyrir því að maður á ekki bíl.

News travel fast

Þolanlegur túr til Finnlands í síðustu viku. Hlutirnir rúlluðu þokkalega, og veðrið ekkert að fara illa með mann. Tókst líka að þiggja nýtt starf hjá fyrirtækinu í leiðinni. Ágætlega spennandi. Ekki ólíkt því sem ég er að gera í dag, en þó með smá tvisti.

Okkur var svo boðið í bollu-kaffi hjá Hilmari í dag. Gott mál.

Það held ég nú...

mánudagur, febrúar 04, 2008

Have you heard the dogs at night?

Ágætis helgi að baki.

Matur á LeLe og tónleikar með Mugison á laugardaginn. Frábær matur og súper tónleikar. Ég vissi satt að segja ekki alveg hverju maður átti von á frá Mugison, en hann og bandið rokkuðu feitt.

Superbowl fór svo fram í gær. Við sátum nokkur hér yfir KFC og snakki frammeftir morgni. Frábær leikur.

Finnland á morgun.

Gleðilegt ár!

Frekar síðbúin kveðja, en vott ðe hekk.

Þakka líka fyrir öll jólakortin. Að vanda tókst mér ekki að senda kort þetta árið, en ég held í vonina að þetta sé árið sem að ég tek mig saman.