miðvikudagur, janúar 19, 2005

Is this the world we created?

Kíkti á þriðjudagsbarinn áðan. Óttalega rólegt, eins og gefur að skilja. Maður er á síðustu metrunum í geðsýkinni, þannig að það þýðir engin óregla. Það var samt ágætt að finna fyrir reikmettuðu loftinu. Þriðjudagarnir eru bara ekki samir án þess.

Orðið á götunni er að Húsgagnaflutninga Hilmar og Gunna séu hugsanlega að verða að stórfyrirtæki. Sagt er að verið sé að þróa nýja flutningatækni, þar sem hraðinn er lykilatriðið. Iðnarmenn í Danaveldi eru sagðir áhyggjufullir yfir áformunum.

Stjórnarformaðurinn vildi engu svara spurningum um rúm sem flaug af í flutningum. Sagði málið á miskilningi byggt, og að fyrirtækið hafi ekki verið að flytja hjólbörur.

Lag dagsins er I don't Care Anymore með Phil Collins.