sunnudagur, desember 26, 2004

Jingle bells...

Jæja....

Maður er sumsé búinn að vera í blíðunni á Króknum síðan á Þorláksmessu. Það var vitlaust veður hér á aðfangadag og jólanótt. Svosem ekki vandamálið fyrir mig, þar sem ég hélt mig innan dyra. Óþolandi pest sem ég hef náð mér í í kuldanum hér heima.

Ég lenti seint á Keflavíkurflugvelli síðasta þriðjudag. Bjössi sýndi djörfung og dug og sótti mig. Við urðum auðvitað aðeins að ræða málin yfir einum köldum, sem þýddi að við vorum ekki langferskustu drengirnir í dalnum á miðvikudagsmorgni. Ég fékk far með Bjössa í bæinn frá Kef og tókst að eiga þar einhvern mesta letidag lífs míns. Eftir að við Bjössi komum við hjá Jökli frænda mínum á rakarastofnuna og gefið honum eintak af jóladisknum sem Bjössi setti saman, fór ég í hádegismat með Sjonna. Eftir mat þvældist ég með Sigurjóni, og mátti vart milli sjá hvor var í frí eður ei. Þó kom að því að drengurinn þurfti að skipuleggja eitthvað í vinnunni, og þá stefni ég aftur til Jolla. Þar fékk ég að vita að einn kúnninn hafði næstum látið lífið úr hlátri í stólnum vegna 'tónlistarinnar'. Gott mál. Hékk svo hjá Jolla þar til ég fór í mat á Gallerí Fisk með Bjössa, Rúnu, Lindu og Kidda. Þó að Kiddi hafi auðvitað verið á hlaupum. Enda kaupmaður í jólatraffík. Gott að sjá liðið aftur, og maturinn að auki súper. Ég fór svo til Sjonna og Beggu að loknum mat, en þau skutu yfir mig skjólshúsi, og ég fékk far með þeim daginn eftir. Að sjálfsögðu þurftum við eilítið að ræða málin yfir nokkrum köldum. Gott mál.

Eruði að grínast með kuldann á Þorláksmessu? -25 í Miðfirði. -19 á Sauðárkróki. Og nú er komin hláka. Four seasons in one day sagði maðurinn um árið.

Annars er maður temmilegur. Reynir að sötra koníakið til að koma pestinni úr sér.

Mér tókst í hugsunarleysi að gleyma jólakortunum, sem ég ætlaði að skrifa, heima í Danaveldi. Ég sendi því engin jólakort. Ég vil því senda öllum bestu jólakveðjur hér. Ég vona að þið hafið það sem allra best yfir hátíðarnar.