Hole in the River
Mikil snilld. Bruno vinur minn ætlaði að senda mér nokkrar skrár í tölvupósti núna áðan. Eitthvað gekk það erfiðlega, þannig að ég sendi honum nokkrar línur, svo að hann gæti sent skrárnar til baka á það póstfang. Auðvitað voru línurnar vel valdar og einkar smekklegar. Bruno ákvað að svara af krafti, en klikkaði aðeins á tækninni, og í staðinn fyrir að bölva mér í sand og ösku, þá bíður heill póstur af dissi af verstu gerð í in-boxinu hjá yfirmanni hans. Ef ég væri ekki svona góður hefði ég örugglega hlegið.
Annars er bara setið við próflestur. Meiriháttar vika sem blasir við. Remote Sensing mánudaginn 20. og Antennas þann 21. Bæði próf munnleg, eða kynningar. Þ.e. maður mætir, dregur efni og byrjar að tala um það með það sama. Það góða við þennan háttinn, er að maður er búinn eftir hálftíma. Ekki þetta 4 tíma skrif-maraþon. Ókosturinn er hins vegar að ég er alltaf mun stressaðari fyrir þessi próf en þau skriflegu.
Lag dagsins er Butterfly með Lenny Kravitz. Öldungis ágætt lag.
<< Home