föstudagur, desember 03, 2004

Jealous Guy

Ansi vann ég mér inn mörg rokkstig í bókabúðinni í Lyngby Storcenter í dag.

Eða þannig.

Ég gekk inní búðina, nýbúinn að greiða leigu og símareikning, sem bæ ðe vei var svona sæmilegur (önnur saga). Ég hugsaði að kannski væri ráð að kaupa eina kilju, þar sem það fer endalaust í taugarnar á mér þessi skipti sem ég er ekki að skemmta mér einhversstaðar, að eiga ekki bók að lesa. Það eru ákveðin takmörk fyrir lestri skólabóka, hversu skemmtilegar þær eru.

Ég var mjög nærri að kaupa einhverja Dan Brown bók, sem mig minnir að bróðir minn hafi reyndar hælt. Ég hugsaði hins vegar með mér, að ef ég kaupi bókina, þá er skólabókalesturinn farinn í desember. Ókei, hey, þarna eru spil.....

Þannig að ég gekk yfir að rekkanum með spilunum. Öll Trivjal og Risk og hvað veit ég. Nema, að ég sá þar spil sem ég hef spilað einu sinni, og ég minnir að sé súper spil. Ég greip milli tveggja handa "Venner for Livet". Hmmmm.....Kostar þetta....Já.

Ákvað að kíkja á bakhliðina. Ja......Alltíeinu mistókst eitthvað. Ég ætlaði að svipta með báðum höndum spilinu, þannig að ég sæi bakhliðina. Tja, það tókst svona vel að spilið lenti tveimur metrum frá mér. Ég leit auðvitað í kringum mig. Fyrsta sem ég sá, var kona bak við mig í hláturskasti. Nokkuð sanngjarnt, fannst mér, sérstaklega þar sem hún fékk ekki kassann í hausinn. Þannig að ég hló líka, til að reyna að halda kúlinu. Eins mikið og maður getur haldið því eftir svona eppisód. Man.....Er samt að spá í kaupa þetta spil. Spurning hvort famílían spili dönsk spil.