miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Æm ræting tú ríts jú

Þá er maður deginum eldri. Eins og Nökkvi Már var vanur að segja. Held að ég hafi sjaldan eða aldrei gert jafn lítið úr afmælisdegi mínum. Ekki að það sé neitt að því.

Mér tókst þó að draga Begga í mat í kveld og svo á þriðjudagbarinn, þar sem við ræddum menn og málefni. Ef þið eruð með hiksta, þá er það ykkar vesen að þið voruð ekki á svæðinu.....

Það er erfitt að vera kani.

Ég hef spurningu fyrir íslenska cd-útgefendur. Af hverju er Guðspjallaplata Stormskers ekki komin út á CD? Þetta er einhver mesta snilld seinni tíma. Kommon ná.
Þannig lagað getur maður spurt, afhverju er eina dæmið með Stormsker á CD klámið og bestof? Skandall.

Allt annað mál. Hilmar var með athugasemdir sem höfðu eitthvað að gera með ro**u. Ég ætla ekki einu sinni að segja hvernig mér tókst að misskilja dæmið. En ég get þó sagt hvaðan dissið kom.

Eins og sumir vita, þá varð ég 30 í fyrra. Og ég fékk udvida góðar gjafir. Nú ætla ég ekkert að vera nafnlaus, þannig að ég segi að Hilmar og hans spúsa gáfu mér gjafir sem greinilega voru keyptar á Istedgade. Og meðal gjafana var Inflatable Sheep. Ég bíð enn eftir að geta gefið þá gjöf áfram.....urrrrr.....Nema að fjandans uppblásna rollan er búin að vera hér til vandræða síðan. Hilmar, ég finn þig í fjöru.

Sameinuðu þjóðirnar eru að spá í að fara að gefa ný verðlaun. Og þau eru fyrir best-useless-internet-link. Eins og Nóbellinn er eins og hann er, þá verða þessi verðlaun líklega kölluð ðe Bjöss. Eða Bjössinn for sjort. Ég er ekki að grínast, djúd, það toppar þig enginn. Ríspekt.