þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Zeus was a womanizer

Þokkalegur dagur að kveldi kominn. Þrátt fyrir að hugurinn hafi ekki alveg verið við verkið framan af, þá kláraði ég næstum síðasta skammtinn af skiladæmum í rafsegulfræði. Man, verður ljúft að skila þessu af sér á föstudagsmorgun. Það verður þá loksins hægt að fara að snúa sér að Antenna-kúrsinum. Ekki seinna vænna. Það er svona allt að því að maður sé að verða stressaður. Allt að því...

Hvernig er það, er ekki lágmarkið að geta eitthvað í sportinu til að geta verið sírífandi kjaft? Ef maður væri ekki þetta gríðarlega ljúfmenni, þá gæti verið að ég væri búinn að brúka munn á æfingu. Nú, eða ef ég mætti oftar. Ég veit ekki hvort að þetta sé mánudags-syndróm í mönnum eða hvað. Meiriháttar pirringur í gangi.

Best að leyfa þessu að fljóta með og segja það gott. Allaf virðulegur, svo mikið er víst.

Lag dagsins er Friend is a four letter word.