In The Lap Of The Gods
Ég er næstum því svekktur að fá engin komment um "Zeus was a womanizer" fyrirsögnina. Auðvitað stolin, en að mínu mati mjög traust. Það segir kannski eitthvað um hvað fólk er ekki að spá í hvað stendur þarna. Hmmm....
Mér tókst að haga mér eins og mér einum er lagið á sunnudagskvöld. Einn heima að hlusta á útvarpið ( auðvitað íþróttir, maður á bágt, og allt það...), nema að ég ákvað að kíkja í gamla Tom Clancy bók sem ég á. Það voru mistök.
Ég lokaði bókinni rétt fyrir kl. 7 í morgun. Mæ god. Og ég er búinn að lesa þessa fjárans bók allavega þrisvar sinnum. Eins gott að ég þurfti fyrst að mæta í tíma klukkan eitt. Þetta er búinn að vera 13 bolla dagur í kaffinu.
Ágætis umræða í kvöld. Við vorum að spá í afhverju fleiri stelpur sækja ekki í verkfræði og raunvísindi? Það voru auðvitað mismunandi skoðanir á því, sem ég ætla svosem ekkert að tíunda hér, en þetta er þó eitthvað sem mér finnst alltaf nokkuð merkilegt mál. Ég tek mig kannski einhvern tímann til og tíunda hvað þetta er meiriháttar nám, en ég er að spá í að láta slík leiðindi vera núna. Ég er hvort eð er að verða búinn með námið, þannig að það skiptir mig minnstu hvort að kvenfólk fer að flykkjast í rafmagnsverkfræðina núna. Hmmppfffff.
Mér datt í hug, í framhaldi af því að Dr.Horný var nefndur, hvort að það er ekki einhver sem veit e-mailið hjá Petr Jelic? Ég veit að góðvinur minn Ingvar Ormarsson er búinn að vera að leita að þessu póstfangi í mörg ár. Þannig að ef einhver veit meilið hjá manninum sem bað Krókí-Pípúl um stuðning, þá eru góð verðlaun í boði. Sænskar kjötbollur í Ikea við Brogårdsvej. Ekki spurning.
Lag dagsins er Blood and Roses. Smithereens klikka ekki.
<< Home