þriðjudagur, desember 21, 2004

Maðurinn, hann er eins og hann er, en ekki eins og hann ætti að vera

Jæja.....

Prófin búin. Ekki verður sagt að ég hafi dúxað. Frekar en vanalega. Er þó 20 einingum nær masternum eftir prófin í dag og gær. Bíð nú bara einkunnar úr síðasta prófi, en það ætti að vera í fínu lagi.

Ég veit ekki hvort að ég segi þetta að lokinni hverri próftörn, en allavega þá var þessi súr í meira lagi. Eitt skriflegt próf, sem gekk allt í lagi, og tvö munnleg, sem gengu síður en svo vel. En þau höfðust, þannig að það þýðir ekkert að væla alltof mikið.

Ég hugsa að það hafi verið sjón að sjá mig í morgun. Búinn að sofa c.a. 5 tíma síðustu tvær nætur, og stressið að fara með mig. Biggtæm. Og ekki til að bæta það að áætlunin öll komin úr skorðum þegar komið var að mér. Meiriháttar að bíða extra hálftíma og hugsa um allar spurningarnar sem maður vissi næstum svörin við. Á móti verð ég þó að segja, að eins og ávallt eru bæði kennari og prófdómari þvílíkt næs í þessum munnlegu prófum.

Það stefnir því allt í að ég byrji á lokaverkefni í febrúar eða mars. Svo lengi sem ég finn mér eitthvað að skrifa um.

Ég held að ég noti tækifærið og þakki Begga sérstaklega vel fyrir að sjá mér fyrir lesefni á leiðinni heim. Eitt stykki mastersverkefni í stærðfræði.

Jæja....Er að spá í að koma mér á Kastrup og fá mér að éta. Ætla ekki að vera seinn í flugið í þetta skiptið.

Bjór fyrir þann sem kemur með úr hvaða lagi fyrirsögnin er.