þriðjudagur, desember 14, 2004

Out of nine lives, I spent seven

Ég ætlaði hér að setja inn fyrsta lestur af útvarpssögunni "Lángbesti dreingurinn í dalnum", en þar sem ég var að fletta í gegnum póstinn minn að leita að lestrinum fann ég póst frá Arinbjerni sem ég sé mig tilknúinn að setja hér inn. Hér er meðal annars vel kveðið. Bjössi sendi þennan póst eftir að ég kláraði B.Sc verkefnið:

"Hr. Diplómingjenínör Björgvin Reynisson dreingur frá Túni

Ég bið um að stoppa prentunina á nýju Símaskránni svo að titillinn komist með! Aungvi skal afskrfia góðann dreing fyrr enn hann hefur spýtt í báða lófana og rifið sjálfann sig upp á eina hárinu sem gleymist alltaf að raka framanáenninu! Ég gratúlera góðan sigur, merkisáfanga og nýjan titil sem hæfir þér í alla staði vel og vandlega! Megir þú eiga vísa marga kalda í ókominni framtíð og mega margir méðirnir verða drukknir þér til heiðurs og í þína skál! Hér sýngur saungvari okkar allra, landsins sómi og vesturheimsfari GeislaKarl hinn blindi þjér til heiðurs hið fornkveðna erindi sem gleymdist í Hávamálum en birtist hér "Dreingurinn góði" sem hljómar aunhvurnveginn á þennan veg:

Dreingurinn góði í Dalnum mætur
óx upp út'á túni sem lítið písl
lék sér við heygarðinn með beittann kvísl
orti vísur við rúmgafl um dimmar nætur
dreymdi um frægð og víf
lá oft seint á kvöldum
svalaði sér á köldum
hugsaði um stúdentslíf
hélt að heimann með húfu í hendi
með knerri til hafnar kaups og kóng
í brjéfum heim í Dalinn sendi
ríkisdal íaskarspón
í erfiðinnar stúdíu
freistaðist af stúdínu
að barmagóðri freyju gaut
morgnar lángir kvöldin blaut
þar sem áður stúdent grænn og votur
við dagrenningu niðurlotur
umskiptingur nú um Lýngbæ fer
situr oft á björtum kvöldum
svalar sér á einum köldum
díplómum hann einkar sér
stendur sig með baravör
framtíðarinnar ingjenör"

Ég sé það að ég hef líklega hálfsárs efni á síðuna í in-boxinu mínu. Bara frá Bjössa. Það verður því enn bið á útvarpssögunni. Kannski heilsárs, ef ég treina það.