sunnudagur, desember 19, 2004

What's the sound of one hand clapping?

Mig vantar meira hillupláss. Fjandi pirrandi að þurfa að færa meter af bókum til að komast að bókinni sem mann vantar.

Ég er svo gott sem búinn með glærugerðina endalausu. Magnað þegar maður að leggja lokahönd á undirbúning fyrir munnlega próf hvað manni tekst stundum að stressa sjálfann sig. Reyndar held ég að ég geti sagt að líklega hef ég sjaldan lært meira yfir önnina, þannig að auðvitað ætti engin ástæða að vera að stressa sig. En það er kannski skiljanlegt þegar janúarkúrs og væntanlegt lokaverkefni eru að veði. Magnað hvað það getur virkað hvetjandi að þurfa að fara að byrja á lokaverkefni. Aftur. Þar er góða mótsögnin.

Ef einhver er að spá í að skella sér í rafmagnsverkfræði hér í DTU, þá er ég meira en til í að miðla af reynslu minni í hvaða röð maður á ekki að taka fögin. Það var sannkallað Kodak-móment (ég rukka fyrir auglýsinguna seinna, Óli...) þegar var að spjalla við einn kennarinn minn um hugsanlegt lokaverkefni. Þetta átti sér stað í áfanga sem er undanfari allra faga sem ég hef tekið síðustu tvö árin. Góða skipulagningin, húrra.

Það virðist vera sem maður sé partur af deyjandi stétt. Danir hættir að nenna að fara í tæknifræði og stefnir ekki í að hætt verði að kenna tæknifræði heima. Ó vell. Maður verður víst að harka það af sér. Auðvitað mjög fyndið að tala um að maður sé af þessi eða hinni stéttinni og hafa aldrei unnið við fagið.

Í tilefni athugasemdar frá Óskari fyrr, þá er eilítið fyndið að hugsa til þess að fagið sem hann kommentaði á (Remote sensing), fær mann til að spá í hvort maður sé í jarðfræði eða landafræði eða þvíumlíku. Praktísk rafsegulfræði. Það held ég nú.

Í tölvunni í kvöld hljómuðu m.a. Sam Brown, Survivor, Bítlarnir, Smithereens, Whitesnake, Tom Robinson band, Tim Finn, Timbuk 3, Kinks og Van Morrison.