miðvikudagur, janúar 05, 2005

Child in Time

Jæja...

þá er maður kominn aftur í harkið. Ef það er 'fer' nafn.

Ég er allavega núna í 3 vikna fagi sem heiti því góða nafni "Antenna Measurements in Anechoic Chamber." Það góða við þetta fag, er að þetta liggur gjörsamlega inná mínu áhugasviði, loftnetum og bylgjuútbreiðslu. Það sem maður getur sagt að sé slæmt við þetta fag, er að þetta lítur út fyrir að verða fantavinna, og alls ekki auðvelt.

Á móti getur maður sagt, að þetta væri ekkert gaman ef þetta væri auðvelt.

Annars var ágætt að hitta 'the usual suspects', hér á svæðinu í dag og gær. Sérstaklega ánægulegt að kíkja aðeins á þriðjudagsbarinn í kveld með Steinunni og Ernu. Lífið að falla í sinn vanagang?

Heyrði í mömmu í kveld. Þvílík óveðurssaga, að mér varð um og ó, þrátt fyrir að ég væri vart vaknaður þegar ég talaði við hana. Sagan varð kannski til að ég vaknaði og kíkti á stúlkurnar á barnum....

Júlefrokost eldhúsins á föstudagskveld, og innflutningsteiti Litla Mannsins á laugardag. Sem að mér hefur reyndar ekki verið boðið í formlega. Við vorum þó komin á það í kvöld að tilkynna mætingu okkar í partíið. Þá verður allavega góðmennt.

Nóg að gera.

'In America, you get food to eat
Won't have to run through the jungle and scuff up your feet
You'll just sing about Jesus and drink wine all day
It's great to be an American.'

Ef einhver annar en Óli Arnar getur sagt mér um hvað er sungið, þá býð ég öl.

Ég minni á að Cake er í Vega þann 7/2 2005.