mánudagur, janúar 10, 2005

Don't let the moment pass until another day

Mögnuð helgi. Byrjaði á að sofa af mér julefrokostinn á ganginum á kollegíinu. Það er auðvitað stórafrek, sérstaklega miðað við hvernig aðkoman var morguninn eftir.

Smellti mér í skólann snemma dags á laugardegi og lærði frammyfir hádegi. Fór svo í bæinn og fékk mér shusi með Begga. Svo var stefnan tekin í innflutningspartí hjá Gunna Litla. Gott partí, og ekki orð um það meir.

Á laugardaginn var vitlaust veður. Eða þannig. Ekkert sérstaklega gott veður svosem, en að allar almenningssamgöngur hafi legið niðri er þvílík hneysa. Þetta varð til að við urðum að notast við leigubíla til að komast milli staða. Þvílíkir spaðar.

Mottó dagsins er "Allt er gott í hófi."