laugardagur, janúar 29, 2005

Fool me once.....uhhhh.......

Mikið DVD-kast í gangi núna. Fór á Blokkböster og fékk mér þrjár myndir. Þar sem The Prince and Me var ekki inni, tók ég The Punisher, Farenheit 9/11 og Hellboy. Er búinn með fyrstu tvær, en svo er Hellboy næst á dagskrá.

Pöniser var heldur slök. Sem við var að búast. Ég var samt að vonast til að hún næði svona Starship Troopers húmor, en því var ekki að fagna. Hins vegar fær myndin ótvírætt plús fyrir að vera með Rebecca Romijn-Stamos í einu hlutverkanna. Einkar hugguleg kona. Þess má svo geta að Dolph Lundgren lék í samnefndri stórmynd sem kom út 1989. Damn, sú var enn verri. Jæja...

Farenheit kom ekki mikið á óvart, enda búinn að lesa töluvert mikið eftir Moore. Gerði mig nú samt svo pirraðann útí forseta-fíflið að ég ákvað að fá mér einn kaldann til að komast í góða skapið aftur. Urrr.