þriðjudagur, janúar 25, 2005

I'm happy cleaning windows

Helgin búin að vera ágæt.

Pabbi mætti á svæðið á föstudaginn. Við mættum í partí hjá Ernu það kvöldið, og gerðum að sjálfsögðu mikla lukku. Á laugardaginn hittum við svo Bjössa í bænum yfir smá fótbolta, áður en við stefndum á tónleika með Elvis. Sá kom þokkalega sterkur inn. Mun sterkari en ég hafði þorað að vona. Þvílíkt rokk. Síðar um kveldið hittum við DTU-gengið í bænum, en ég held að ég hafi sjaldan séð fólkið þynnra. Djöfullegt að missa af því að liðinu hafi verið fleygt út af Moose kvöldið áður. Ó, jæja...

Ég hef löngum kvartað yfir því hversu fáar stúlkur sjá sér fært að læra rafmagnsverkfræðina sem ég er að læra. Það er reyndar diss sem á rétt á sér. Hins vegar er ekki gott til frásagnar að þegar loksins mætir stelpa í tíma, þá tekst mér, algjörlega óviljandi, að slá hana þegar ég er að sveifla af mér bakpokanum. Urrr....Ég tek þó algjörlega fyrir það sem sumir hafa viljað meina að þetta hafi verið prímitív hössltækni. Ólíkt sumum hér á svæðinu er maður lítt gefinn fyrir spænsku dömurnar.

Ég ætla alvarlega að fara að veita munnhörpunni meiri athygli. Stórfenglegt hljófæri.