The Grass ain't always Green
Búið að vera ansi rólegt yfir manni síðustu daga. Ég hafði mig þó í skólann í dag, undir því yfirskini að koma lokaverkefni á koppinn.
Talaði við þrjá kappa. Tveir voru með nokkuð ferskar hugmyndir, en sá þriðji vildi að ég sendi sér tölvupóst með lista yfir áfangana sem ég hef tekið og hvaða einkunnir ég fékk í þeim. Ásamt því hverju ég hef áhuga á. Ég held varla að hann verði óður og uppvægur til að finna verkefni fyrir mig þegar hann sér einkunnirnar...
Allavega, þá líst mér fjandi vel á bæði verkefnin sem hinir prófessorarnir stungu uppá, og ég býst sumsé við að byrja á að taka 10 punkta forverkefni. Þannig að ef það er súperleiðinlegt, þá get ég alltaf svissað yfir og tekið hitt lokaverkefnið. Það held ég nú.
Byrjaði á Digital Fortress eftir Dan Brown í gær. Kæmi mér ekkert svakalega á óvart að hún klárist í næstu törn. Líklega eins gott að drífa það af áður en ég þarf að byrja að gera eitthvað af viti aftur.
<< Home