sunnudagur, maí 07, 2006

Wont you help me sing...

Allt vitlaust í Köben í kvöld. FCK vann fótboltann og ekki laust við að sumir aðdáendurnir séu að fá sér einn, tvo...

Við kíktum smá göngutúr um hverfið fyrir matinn og fengum okkur ís. Alltaf ágætt. Svo var alveg meiriháttar að hlusta á kaupmanninn við hliðina á ísbúðinni lýsa fyrir okkur hvernig aldrei væri hægt að fá almennilegann ís hér á vesturlöndum. Í Damaskus, þar væri sko hægt að fá alvöru heimagerðann ís. Nú hef ég alla tíð verið mikið fyrir ís, en ég held að túr til Sýrlands sé fullmikið fyrir mig.

Arsenal vann glæstan sigur í síðasta leiknum á Highbury. Mjög sáttur við það. Ekki verra að þeir náðu fjórða sætinu í deildinni. Reyndar býst maður fastlega við að Arsenal verði kennt um matareitrunin hjá Tottenham.