föstudagur, apríl 21, 2006

Við sztöndum saman allir sem einn...

Í morgun kom tæknimaður heim til að gera ADSL-tenginguna klára. Eftir tvö símtöl við Cybercity, þá lítur allt út fyrir að tengingin komist fyrst í gagnið eftir helgi, þar sem einhvert sauðnautið hjá þeim klikkaði á að gera eitthvað. Ye, gods! Mei-jdorr pirringur.

Ég kíkti á Arsenal vs. Villareal á miðvikudaginn. Ágætisleikur, en ég hefði gjarnan vilja sjá mína menn vinna með meiri mun. Ég er aftur á móti kominn á þá skoðun, að það á að taka Fair-Play dæmið úr höndum leikmanna. Þ.e., að einungis dómari eigi að stöðva leikinn vegna meiðsla. Menn eru farnir að láta sig detta sem skotnir í von um að hitt liðið sparki útaf. Skömmu seinna er sami leikmaður hlaupandi sem aldrei fyrr. Ég er á því að þetta eigi að vera dómara og línuvarða (úbbs, sorrí, aðstoðardómara) að stoppa vegna meiðsla. Þannig að menn verða að halda áfram þar til þeir virkilega eru meiddir. Og hananú.

Eitthvað grunar mig hvað ég á eftir að heyra við þessum skrifum...