Don't need no astrology
Góður dagur í vinnunni. Þessa þrjá vinnudaga fyrir páska erum við einugis sjö í deildinni. Þ.e., þrír nýir, einn manager sem er að hætta, einn sem er að byrja, og tveir reyndir. Frekar skondið.
Annars lítur út fyrir að Bruno félagi minn verði ráðinn inn. Og það líklega fyrr en síðar, þar sem við erum að fara á námskeið í Þýskalandi sem einungis er haldið einu sinni á ári. Gott mál.
Um helgina voru hjá okkur gestir. Frænka Elínar og maðurinn hennar komu og heimsóttu okkur frá London. Við vorum góðir gestgjafar og sáum fyrir roki og rigningu. Stemmingin var hins vegar þrælfín, eins og myndin að neðan sýnir...
Í næstu viku verður svo opnað fyrir sjónvarpið aftur, og internetið verður tengt. Veisla. Og ekki varð gleði mín minni við að sjá að NBA er farið að sýna leikina beint yfir netið. Hrein snilld. Afleiðing þess er þó sú að veðbankar í Bretlandi eru hættir að taka við veðmálum um hversu lengi við Elín tollum saman. Verður þetta stemmingin á Ravnsborggade?
Það er ljótt að segja frá því, en ég var að klára bók sem fær mig líklega til að rúlla aftur í gegnum Field and Wave Elecromagnetics bókina mína. Ye, gods...
Lag dagsins: Over the Mountain með Ozzy. Gott rokk.
<< Home