Tossin' and turnin'
Hmmm...Nú stendur til að fara að senda mann til útlandsins bráðlega. Ekki eina af þessum styttri ferðum, heldur tvær vikur í senn og svo eina viku heima. Og þannig mun það ganga í þrjá mánuði, eða svo. Líklega verður maður annað hvort í Finnlandi eða Þýskalandi. Ef ég mætti ráða, vildi ég heldur fara til Þýskalands. Það verður frólegt að sjá hvað verður úr.
Hér er ágætiskomment. Ég er að spá í að taka þetta nafn upp. Það er greinilegt að það hefur ekki haft góð áhrif á Röggu að hafa Lísudrenginn sem þjálfara í denn.
Ég er enn að bíða eftir að Steinunn sendi mér myndirnar frá þorrablótinu. Nokkrar perlur þar á meðal. Sem ég hefði gríðarlega gaman af að birta hér.
Í Köben ér skítakuldi núna. Og þegar maður heldur að vorið sé komið, byrjar að snjóa með það sama. Meiriháttar.
Lag dagsins er Breaking the Chains með Dokken. Eitís popp-metall klikkar ekki.
<< Home