In the middle of the street
Jæja, jæja...Rólegan mysing.
Við fluttum í gær, og heimilsfangið er Ravnsborggade 12, 2. tv. Og það er 2200 Köbenhavn, ef þú vilt fara að losna við diskana, Óli.
Býsna sáttur við staðinn. Nú hefst hins vegar hin langa barátta við að taka úr kössum. Bjössi var í bænum og kom og hjálpaði við að flytja. Takk fyrir það. Við brugðum okkur svo í bæinn og ákváðum að breyta af vananum og aðeins að kíkja á Sams-bar. Þar hitti Kiddi K. okkur svo seinna um kvöldið. Fleiri sögur af kveldinu verða ekki sagðar.
Það verður svo að sýna sig hvort að það komi einhver regla á bloggið á manni. Ætli að þetta snúist ekki uppí diss með myndum frá löndunum sem ég fer til. Ef ég var ekki búinn að nefna það, þá eru töluverð ferðalög tengd starfinu. M.a. til Finlands, Þýskalands, Ungverjalands, Kína, Suður-Kóreu, Brasilíu og Bandaríkjanna. Það sem á mann er lagt.
Í kvöld er þorrablót Íslendingafélagsins. Jú, það verður örugglega þrælgaman, en ég verð að viðurkenna að hákarl og sérstaklega brennivín eru ekki hátt á óskalistanum núna. Ó, það lagast.
Ætli maður verði ekki að hafa My House með Madness sem lag dagsins?
<< Home