Átta atkvæði
Kominn heim.
Lenti í Keflavík stuttu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags. Rúllaði til Sjonna og Beggu og fékk gistingu þar. Að gömlum sið var tekið úr nokkrum bjórum, en þó allt mjög rólegt.
Annars rúllaði ég norður á Krók í gær með Bjössa og Kidda. Kiddi var að spila á Barnum með sínu fjallabandi, Spútnik. Alveg eðal-ferð með drengjunum, mikið hlegið. Og örlítið dissað. Þegar við komum norður var svo auðvitað tekið aðeins í hljóðfæri í Laugatúninu. Það var svosem ágætt þar til við mistum bassaleikarann og við Bjössi þurftum að taka yfir bassann.
Í Laugatúninu er hinsvegar komin upp misterían um XD-töflurnar. Hvert fóru þær? Og hvar enduðu þær? Hverjir hafa svörin? Hver er sekur? Spennan í algleymingi.
Kosningasjónvarp á fullu.
<< Home