fimmtudagur, mars 31, 2005

Miles above the Mountains and Planes

Hvað eiga Ozzy Osbourne, Paul Weller og Finn bræðurnir sameiginlegt? Allir tónlistarmenn sem ég hef haldið uppá í gegnum tíðina. Og allir hafa náð að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum í Kaupmannahöfn, mér til sárrar gremju.

Ozzy hefur tvisvar náð að aflýsa. Í fyrra skiptið fékk gítarleikinn taugaáfall. Minnir mig að útskýringin hafi verið. Jamm, taugaáfall, wink, wink... Í seinna skiptið drap kallinn sig næstum því á fjórhjóli í Englandi. Svona grínlaust, Ozzy Osbourne á fjórhjóli? Hafiði séð manninn ganga? Eða staulast réttara sagt. Fine motor-movements, I daresay.

Paul Weller fór í fýlu vegna dræmrar miðasölu, og hefur ekki reynt að koma til Danmerkur síðan. Mér er skapi næst að kenna Dönum um þá vitleysu. Er þó við það að verða búinn að jafna mig á því svekkelsi. Enda ekki nema 3 ár síðan.

Nú síðast voru það Finn bræður sem aflýstu. Það var ótrúlega súrt, þar sem þeir bræður koma ekki það oft til Evrópu, og því síður að þeir haldi tónleika utan Englands.

Þó er varla hægt að vera með móral útí bræðurna, þar sem ástæðan fyrir þessu hjá þeim að fyrrum trommari Crowded House, Paul Hester, framdi sjálfsmorð.

miðvikudagur, mars 30, 2005

The Grass has grown under your feet

Alveg hreint magnað hvað lausnir á vandamálum varðandi verkefni mitt poppa í hausinn á mér einmitt þegar ég er að tala við kennarinn minn um eitthvað allt annað. Reyndar áttaði ég mig á þvílíkum aulamistökum í dag, að ég var ekkert að minnast á lausnina á staðnum. Sagðist bara ætla að kíkja betur á þetta. Ég hef verið að reyna að reikna power-ið sem ein tegund loftnets geislar frá sér eftir passandi formúlum úr bókum, og bera útkomuna saman við þessa bráðsniðugu aðferð sem ég er að skrifa ritgerð um. Nema, að niðurstöðunum bar alls ekki saman. Ekkert nýtt þar. Og auðvitað ekkert nýtt, að þegar maður svo finnur vitleysuna líður manni eins og fávita.

Mér er boðið í útskrift á morgun. Veisla. Eða svona smá. Veit svo ekki hvort að eitthvað er að gerast á föstudaginn, en körfuboltinn er með afmælishóf á laugardag. Hvaða vitleysa er í gangi? Enginn tími fyrir svona.

Gott að maður er í þvílíku vinnustuði eftir letina heima. Sprottinn upp eins og stálfjöður fyrir allar aldir. Það held ég nú.

þriðjudagur, mars 29, 2005

(Ó)hóf

Kominn aftur til Köben. Verð líklega fleiri vikur að ná mér eftir át og drykk á norðurlandinu.

Kíkti á ball í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um páskana. Með Hljómum. Frekar traust. Mjög öðruvísi.

laugardagur, mars 26, 2005

Blame it on Cain

Þvílík leti.

Og þvílíkt kjaftæði þetta Bobby Fischer-dæmi alltsaman. Svei.

Late too late all the wretches run

Ég mun ávallt verða ömmu minni þakklátur að eiga Queen plötur.

Mér tókst að að fá sömu ömmu með mér á bíó, auðvitað þar sem Queen spiluðu músíkina í Highlander.

Ávallt fyndið þar sem ég og amma mín gegnum úr Regnboganum og hún í kastinu. Yfir að hafa dregið sig á þvílíka ofbeldismynd...

Hún var ekki Amma Töff fyrir ekki neitt...

fimmtudagur, mars 24, 2005

Gríðarleg leiðindi

20 stiga hiti og sól.

Ég er farinn í golf.

...hey

Hefur einhvern tímann verið betra karíókí atriði en þegar Stebbi Lísu dedikeitaði tú his faðer í upphafi Purple Rain fyrir tómu Hótel Mælifelli?

Held ekki.

Svarti Demanturinn.

Ómar Kjartans frændi minn og Binný konan hans buðu Mömmu, Pabba og mér í mat í kvöld. María systir mín var að vinna, eins og aldrei, og komst því ekki með. Hún varð því af marineruðum saltfisk, rækjum, gæs og lunda. Veisla. Eftir að hafa veitt nýversluðu sjónvarpi frænda míns blessun mína rölti ég í bæinn. Ég gékk fljótt heim aftur úr bænum, þar sem ég þekki engann í bænum.

Það er reyndar í góðu, þar sem ég er með The Beatles Anthology hér heima. Önnur veisla. Jamm...Maður kemur aldeilis miklu í verk í páskafríinu.

Það er ljóst að ég mun ekki safna frímerkjum. Ég mun safna hljóðfærum. Og efst á listanum er sekkjapípa. Eruði að grínast með svalt hljóðfæri? Sérstaklega þar sem sekkjapípan var í aðalhlutverki í 'So I married an axe murderer'. Einstök mynd. Hver gleymir "Piper's down" atriðiðinu? Anyways...

miðvikudagur, mars 23, 2005

River, show me how to float.

Er eitthvað meira pirrandi en að reyna að muna vefslóð sem manni var sögð á djamminu og muna ekki slóðina fyrir sitt litla líf?

Jú, reyndar fullt af hlutum. En þetta fer samt í taugarnar á mér.

Lag dagsins: Washing of the Water með Peter Gabriel.

þriðjudagur, mars 22, 2005

Sunny Afternoon

Fimmtán stiga hiti á Sauðárkróki í dag. Ekki svo slæmt.

mánudagur, mars 21, 2005

I watched the world float to the dark side of the moon

Það er ávallt gott að koma í heiðadalinn.

If I go crazy then will you still
Call me Superman
If I'm alive and well, will you be
There holding my hand
I'll keep you by my side with
My superhuman might
Kryptonite

Hljómur dagsins er A-moll.

föstudagur, mars 18, 2005

More Cowbell!

Einu sinni sungu Bítlarnir "I Feel Fine".

Ég get ekki sagt það sama ákkúrat núna.

Fari St.Patreksdagur og Írar og bjórdrykkja í fúlan...

Lyngby-Kastrup-Keflavík-Sauðárkrókur. Meiriháttar dagur frammundan.

Gott djamm í gær samt.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Tugging at the Darkness

Fernando bauð okkur Begga til sín í gær að snæða og horfa á fótbolta. Við tókum boðinu auðvitað í hvelli. Inter-Porto var sýndur í beinni, og þar sem Fernando er frá Porto fannst mér tilvalið að halda með Inter. Það reyndist góð ákvörðun.

Ég er í dag búinn að þvælast milli fyrirtækja sem eru að kynna sig hér í skólanum. Þetta árið var ákveðið að taka messuna eilítið alvarlegar en áður, þar sem maður er nú að klára bráðum og þessháttar. Eins og alltaf er fullt af áhugaverðum fyrirtækjum. Reyndar er slatti af mun minna spennandi líka, en það er eins og við er að búast. Sérstaklega fannst mér ein stofnunin spennandi, og ég ætla pottþétt að sækja um hjá þeim. Það þýðir hins vegar að það þarf að rifja upp þýskuna. Úfff...

Lag dagsins: Out of the Sinking með Paul Weller.

laugardagur, mars 12, 2005

You go back, Jack, do it again

Meiri rólyndishelgin núna. Horfði á fjóra körfuboltaleiki í gærkvöldi. Býst svo við að horfa á aðra tvo í kvöld. Á morgun er sem betur fer ekki nema einn. Sem betur fer, þar sem ég á enn eftir að reikna heimadæmin í þessu eina fagi sem ég er að taka með lokaverkefninu. Og skil á mánudag.

Í dag spilaði ég svo síðasta leik ársins í körfunni. Við töpuðum, eins og vanalega. Meiriháttar gaman. Versta er, að mér var næstum sama. Það er varla við öðru að búast þegar við spilum svona slælega. Eigum ekki skilið að vinna.

Veðrið var að sjálfsögðu bara með tíser hér í vikunni þegar ég hélt að það væri að koma vor. Nei, nei. Byrjað að snjóa aftur. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega?

föstudagur, mars 11, 2005

Sue me if I play too long

Það er búið að ganga frekar rólega þessa vikuna með verkefnið. (Mikið finnst mér ég alltaf vera að segja þessa sömu setningu.) Reyndar kíkti ég á fyrirlestra á þriðjudaginn sem kenndu okkur að sækja um vinnu. Reyndar held ég að eftir fyrsta fyrirlesara hafi flest okkar verið sammála um að við fengjum aldrei vinnu. Sú sagði svona þúsund sinnum að þeir vildu bara toppfólk með toppeinkunnir. Er að spá í að sækja um hjá þeim bara til að vera með leiðindi.

Þessa dagana berst ég við að nota aðferðirnar sem ég fékk til að virka í einni vídd til að virka í þrívídd. Eða allavega tvívídd til að byrja með. Teorían er kannski ekki svo alslæm, en það læðist að mér sá lúmski grunur að praktísk vandamál verði allnokkur. Á sama tíma er ég að vinna við commercial forrit sem á að reikna út strauma á loftnetunum. Auðvitað er tómt vesen að láta það forrit eiga samskipti við forritið sem ég er að skrifa. Jamm, gúdd tæms.

Já, og ég vil endilega þakka vinstra hnénu á mér fyrir gríðarlega skemmtun síðustu daga. Djöfuls drasl.

Aaaa...Ágætt að ergja sig aðeins.

Fékk þessa fínu bók frá Amazon í dag. Radar Systes Analysis and Design using Matlab. Súper bók sem fer beint á náttborðið, en fjandi var danska ríkið grimmt á tollinum. Urrr.

Ansi er þetta til að auka dugnaðinn við lærdóminn á kvöldin.

Lángbesti dreingurinn mætir í dalinn um næstu helgi. Þann 18. þessa mánaðar, til að vera nákvæmur á því. Ég bið dalverja að sjá fyrir góðu veðri.

Lag dagsins er Deacon Blues með Steely Dan. Bjór fyrir þann sem veit hvaðan hljómsveitarnafnið er komið.

mánudagur, mars 07, 2005

The county judge who held a grudge

Þá er síðasti lestur útvarpssögunnar sívinsælu komin á vefinn. Án efa lengsti póstur sem nokkurn tímann verður settur á þessa síðu.

Tóm synd og vitleysa að hafa ekki gert tilraun til að spila Bat out of Hell með norska textanum um helgina. Hefði sjálfsagt gert stormandi lukku.

Skyldi vera farið að vora hér? Eða er þetta bara tíser?

Lag dagins er Days like this með Van Morrison.

N-ti plús einn lestur útvarpssögunnar um þá Bjergvin og Arinbjern!

Það var í þann mund að Bjergvin var að hefja upp raust sína að Arinbjern
fékk flugu í höfuðið. Og áður enn Bjergvin náði að syngja fyrsta orðið,
gjall við undurfögur rödd Arinbjerns í hljómkerfinu á bari Sáms í
Kaupmannahöfn. En það var ekki röddin sem fékk Bjergvin til að líta við með
undrunarsvip, heldur það að Arinbjern hafði ákveðiðað í þetta sinn skyldi
"Bat out of hell" sungið á hinni ylhýru norsku túngu

Sirener skriker og brannene hylermåte,
ned i dalen i kveld.
Det er en mann i skyggene med et gevær i hans øye
og et blad pussende å slik klar.

Det er ond i luften og det er torden i himmel
og en morder på blodskuttene gater.
Å, og ned i tunnelen hvor det dødelige stiger
Å, jeg sverger at jeg så en ung gutt ned i renden.

Han var startet å skumme i oppvarmingen.
Å baby du er den eneste tingen i denne hele verdenen
der er ren og god og riktig.
Og uansett hvor du er og uansett hvor du drar
vil der alltid blive et lys.

Men jeg må komme mej ut herfra
Jeg må bryte det ut nå
Før den endelige sprekken av daggry.
Slik vi vil lager det meste av vår en natt sammen.
Når det er over som De vet

Vi blir begge slik alene.
Som et balltre ut av helvete
Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Når natten er over
som et balltre ut av helvete
Jeg blir dradd dradd dradd.
Som et balltre ut av helvete

Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Men når dagen blir gjort og sola drar ned
og som måneskinnet pusser gjennom den
Da som en synder før portene av himmel den
kommer jeg å krabbe på rygg til.

Jeg blir slag riksveien som et slå rambukk
på et sølv svart fantom cykel.
Når metallet er varm og maskinen er sulten
og vi er all om å se lyset.

Ingenting noensinne vokser ved denne
en av rådent gammelt hull.
Alt er væk og tapt.
Og ingenting virkelig vugger
Og ingenting virkelig ruller
Og ingenting noensinne verd kostnadene
Og I vet jeg er forbannet om I aldri kommer seg ut
Og kanskje jeg er forbannet om I gjør

Men med annenhver slår jeg har i mitt hjerte
Du vet jeg heller vil bli forbannet med De.
Om jeg blir forbannet jeg vil bli forbannet med De
Danser gjennom natt med De.

Du vet jeg heller vil bli forbannet med De.
Om jeg blir forbannet jeg vil bli forbannet med De
Danser gjennom natt.
Danser gjennom natt.
Danser gjennom natt med De.

Å baby du er den eneste tingen i denne hele verdenen
der er ren og god og riktig.
Og uansett hvor du er og uansett hvor du drar
vil der alltid blive et lys.

Men jeg må komme ut
Jeg må bryte det ut nå
Før den endelige sprekken av daggry.
Slik vi lager det meste av vår en natt sammen.
Når det er over som De vet
Vi blir begge alene.
Som et balltre ut av helvete

Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Når natten er over
Som et balltre ut av helvete
Jeg blir dradd dradd dradd.
Som et balltre ut av helvete

Jeg blir dradd når morgenen kommer.
Men når dagen blir blir gjort og sola drar ned
og som måneskinnet pusser gjennom den
Da som en synder før portene av himmel den
kommer jeg å krabbe på rygg til.

Jeg kan kan se som meg selv river opp veien den
Hurtigere enn noe annen gutt noensinne har.
Og min hud er rå men min sjel er moden.
Ingen stanser meg nå

Jeg må lage min flukt.
Men jeg kan ikke stanse å tenke på De
og jeg ser aldri den plutselige kurven til det er måte også.
Jeg aldri ser den plutselige kurven til det er måte også sen.

Da er jeg døende på bunnen av en sjakt i den flammee sola.
Revet og vred på foten av en brenne cykel.
Og jeg tror at noen ett eller annet sted må må være ringende en klokke.
Og den siste tingen jeg ser er mitt hjerte
Stadigvæk slående.
Bryter ut av min kropp
Og flyr borte
Som et balltre ut av helvete.

Da er jeg døende på bunnen av en sjakt i den flammee sola.
Revet og vred på foten av en brenne cykel.
Og jeg tror at noen ett eller annet sted må må være ringende en klokke.
Og den siste tingen jeg ser er mitt hjerte
Stadigvæk slående.
Bryter ut av min kropp
Og flyr borte

Som et balltre ut av helvete.
Som et balltre ut av helvete.
Som et balltre ut av helvete.
Å som et balltre ut av helvete!
Å som et balltre ut av helvete!
Som et balltre ut av helvete!

Arinbjern opnaði augun sem hann hafði haft lokuð síðustu tvö erindin í laginu og leit yfir áhorfendurna sem fögnuðu líkt og aldregi fyrr. Það var þá þegar áhorfendaskarinn reyndi að nálgast sviðið, að lítil stúlka varð undir þunga fólksins og bugaðist við álagið. "Mor ... hjælp!" kallaði hún, en óp hennar kæfðust í æstum múginum og feedbackinu frá míkrafóninum. Skipti eingum sköpum en að Arinbjern vatt sig niður af sviðinu og bjargaði lífvana stúlkulíkamanum frá því að troðast undir. "Nei ... ekki hún, afhverju Guð ... AFHVERJU!" Bjergvin áttaði sig á því að hann hafði staðið stjarfur allt lagið og hljóp að míkrafóninum. "Hjélp ... ví mangler seríöst sygemennsker her ... hjélp oss for fannen ..."

Arinbjern beygði sig yfir stúlkuna og hvíslaði á norsku í eyra hennar.

De ikke kan kan dø vakker pike.
Verdenen er ikke beredt å la De dra.
De må komme tilbake.
For meg.
For Bjergvin.
For musikken.
Musikken krever å De kommer til livs.

Við þetta vaknaði litla stúlkan til lífs, eins og orðin hans Arinbjerns hafi dregið hana tilbaka frá dauðum. En til þess að hún gæti sungið áfram í lifanda lífi, varð einhver að taka hennar stað meðal hinna dauðu. Örmagna féll Arinbjern á sviðið. Bjergvin kom að honum og Arinbjern stamaði deyjandi: "Taktu míkrafóninn. Taktu míkrafóninn á syngdu áfram ... bróðir minn. Þú verður að syngja áfram! Þú verður að syngja ..."

Bjergvin stóð upp og bar líflausan líkama Arinbjarnar til áhorfendanna sem báru hann á herðum sér út af staðnum.

Bjergvin leit á míkrafóninn og aftur á skarann sem var að bera Arinbjern út. Þegar líkama Arinbjerns var hafið á loft, hóf Bjergvin upp raust sína. Gárúngar segja að aldregi hafi og aldregi mun nokkurn tíman hljóma slík rödd aftur um dalinn. Bjergvin felldi sitt fyrsta og síðasta tár. En saungur hans og Arinbjerns lifir áfram.

I pulled in to Nazareth, was feeling 'bout half past dead
I just need some place where I can lay my head ...

sunnudagur, mars 06, 2005

Adaptive Filter Theory

Þeir Beggi og Jóhann héldu útskriftarveislu í gær. Það var gert með þvílíkum stæl, að heilsan er ekki búin að vera til fyrirmyndar í dag.

Við Bjössi vorum vélaðir í að spila nokkur lög fyrir mannskapinn. Það heppnaðist ágætlega, ef frá er talin hljóðfæraleikurinn og söngurinn.

Lag dagsins er Victim of Love. Eagles klikka ekki.

föstudagur, mars 04, 2005

I'm just waiting for the second coming...

Skutlaði hér inn tveimur þáttum úr útvarpssögunni sívinsælu. Það þýðir að einungis síðasti lesturinn er eftir. Held að ég láti það rugl bíða.

Annars er hér skítakuldi og snjór undir handarkrika. Eða allt að því. Reyndar býr maður á hæsta punkti Sjálands, þannig að það er kannski ekki við öðru að búast. Ég væri þó alveg til í að vorið færi að láta á sér kræla.

það var smá breik-þrú í verkefninu í dag. Í staðinn fyrir að vera með næstum rétta niðurstöðu, þá er ég núna með nákvæmlega rétta niðurstöðu. Þ.e., í þessum hluta verkefnsins. Mjög gott mál. Fjandans tíma sem þetta hefur tekið. En nú fer þetta að verða spennandi því að héðan í frá er maður kominn í hluti sem ekki hafa verið gerðir áður. Allavega ekki mér né kennarnum vitandi.

Lag dagsins: Ophelia með The Band. Tær snilld.

Milljónasti lestur útvarpssögunnar um raunir þeirra Bjergvins og Arinbjernar

Var það þá, eitt sinn sem oftar, að þeir kumpánar Bjergvin og Arinbjern sátu og drukku kaldan að þeir rifjuðu upp fyrri ævintýri sín. Barst þá talið að því skipti er Kaupafreður hundelti þá um dalinn. Hefst frásögnin þegar Kaupafreður ásamt íllu föruneyti sínu voru um það bil að finna Arinbjern og Bjergvin í felum bak við þúfu eina.

"We are everybody", endurtók Bjergvin og hló með sjálfum sér á meðan Kaupafreður og ílla geingið hans nálgaðist óðfluga. Til þess að bæta gráu ofaní svart bætti Bjergvin við til gamans, "Nú væri gott að fá sér hinn hinsta kalda Arinbjern?" En ekkert heyrði vesalíngs Arinbjern, svo fránuminn af hræðslu var hann að jafnvel tilhugsunin um kaldan gat ekki kætt hann. Það var þá ... í þann mund að Kaupafreður kom handan fyrir hæðina, að hrokkinnhærður og ílla skeggjaður maður kom að þeim. Könnuðust þeir kumpánar um leið við manninn, enda alræmdur í dalnum fyrir galdra, sérvitrúngshátt og annan ólifnað sem gjarnan fylgir sérkennilegu fólki. Var þarna á ferð Ragnfreður Sú hinn göldrótti, jafnan kallaður Sú Mórinn eða Skrýtni karlinn í dalnum.

Arinbjern meig hlóðum í vaðmálsbrækurnar á meðan Bjergvin byrsti sig og bjóst við árás úr báðum áttum (í dalnum voru bara tvær áttir ... inn dalinn og út dalinn) ... þeir voru núna umkringdir. Fólskulegur Kaupafreður og íllt föruneyti úr annarri áttinni, en göldróttur Sú Móri úr hinni. Skipti þá eingum sköpum en að Arinbjern stekkur á hlandblautur á fætur, grípur um rektalrörið og yrkir danska níðvísu versta til að særa niður óvættina. Það sem fer hér á eftir ber aldregi að endurtaka, hvorki í mannana heyrn, né í einmanna tali, enda féllu óvættirnir niður steindauðir, karlar grétu í náliggjandi sveitum, barnslausar konur eignuðust börn og englar sáust fljúga um dalinn.

Aldrei var aftur á níðvísuna minnst í dalnum, en staðurinn hét upp frá því Danskabrekka eða Hlandhóll. Fer hér vísan eins og elstu menn muna hana.

Satan har dragit
Mand og annan
Magiskan Sú Móra
og butiksejere nízkan
illt hold af Kahn
paa sorte hestur
Med glitrende sverd
og ondskapen som vopnen
omkringdir begge
fra alle vegne
inn fra dalinn
og ut ur dalinn
Mannlig butiksejer
og umannlig Ragnfred
Grimmer er de
som komer til at drebe
bedste drengen
i allra dalinn
(og hans kompanjong)
falde skal de allir
som döde ned
forsvinde til sin skapere
sorte djevel

Eða í lauslegri þýðingu,

Djöfullinn að dregi
Garp og annan
Göldróttr Sú Móri
Kauffélagsmaðr náður
Íllr daunn Kahn
Svartr skeiðar átta
Glitrandi egg
Illt væpnir
Umlægðir báða vegu
Inn dalinn
Út dalinn
Mennskur Kaupffélagsmaðr
Ómennskur Ragnfreður
Grimmr eru þeir
Sem knýja á Óðins dyr
Bestr drengur
Dala allra
Og föruneyti
Fallr allr
Dauða koma
Hverfa til skapr
Svrtr djöfla

þrjúhundruðsextíuogáttaþúsundasti fimmhundruðastiogellefti lestur útvarpsögunnar um ferðir þeirra Bjergvins og Arinbjernar ...

"Það þýðir ekki að slá slöku við" þrumaði Arinbjern yfir Bjergvini sem hafði sest á þúfu og neitaði að halda áfram. "Kaupafreður ...", sem þeir Arinbjern og Bjergvin jafnan kölluðu Jónfreð Kauffélagsstjóra eftir að hafa feingið sér nokkra kalda, "... er væntanlega búinn að komast að því að við séum farnir núna, og er áræðinlega á eftir okkur með Kú Klúx Kahn geinginu. Drattastu á lappir letingjinn þinn og gríptu til vopna, eða leggstu niður og lúttu í gras. En ekki hindra mig í að berjast gegn hinum ílla Kaupafreði með því að flýja eins og fætur toga."

Við þessa eldræðu leit Bjergvin upp og dæsti, "Þú ert asni Arinbjern" og velti sér að því búnu yfir á bakið á lá kylliflatur milli tveggja þúfna. "Ég held að ég liggi aðeins leingur, enda er ekkert sem fær bjargað oss nú nema..." Áður enn Bjergvin náði að klára, heyrðust hófatök hesta Kaupafreðs og Kahn fjölskyldunnar handan við hæðina. Arinbjern leit á Bjergvin með skelfingssvip. "Við erum allir" sagði Bjergvin rólega og var um leið hugsað til þess hversu góð þessi setning myndi hljóma á Engilsaxnesku. "We are everybody", endurtók Bjergvin og hló með sjálfum sér á meðan Kaupafreður og ílla geingið hans nálgaðist óðfluga.