laugardagur, febrúar 26, 2005

I think about the implications

Það er ekkert sérstaklega í lagi með mann. Lét plata mig í að spila körfuboltaleik áðan. Drengirnir voru fáliðaðir og því sló ég til. Auðvitað þokkalega búinn á því, sérstaklega þar sem ég var hundslappur í gær. Eníveis, við töpuðum auðvitað og ég gat ekki blautann. Náði þó titlinum "garbage-time player of the game", þar sem ég grýtti niður átta stigum á síðustu einni og hálfu mínútunni.

Magnað samt hvað maður er búinn að marglofa að hætta þessu, en alltaf kemur fiðringurinn aftur. Jæja, verra gæti það líklega verið.

Kveðskapur?

Djöfuls kvefpest búin að herja á mig í dag. Hreint ekki svo skemmtilegt.

Fór og hitti Kidda K. og félaga hans í Spútnik í bænum í gær. Þeir stoppuðu í Köben á leið sinni til Álaborgar, þar sem þeir eru að fara að spila á þorrablóti. Kiddi kom sterkur inn og bauð mér í mat. Eggsellent.

Fann þessar tvær vísur. Gríðarlega vel ort hér.

Hvernig var dylan ?
með beran tillan ?
fórstu á billann ?
og fékkstér einn kaldann ?

Grátt hann lék'ann
greyið Beckham
Það ætti að flengja'n
helvítið hann Tristan

Þetta er frá þeim tíma þegar kveðist var á netinu. Oft var eftirfarandi haft í fyrirrúmi:

Í ljóðagerðinni verður að líta
lögmálunum stundum undan
Setjast niður, hugsa og skíta
Og fara síðan og fá sér einn kaldann

Lag dagsins er tvímælalaust That's All með Genesis.

Tvohundruðasti og tólfti lestur.

"Nú er loks komið að því....", hugsaði Bjergvin með sjálfum sér. Og var þar hugað til ríkidæmisins sem hann hafði ávallt dreymt um. Þóttist hann heppinn að hafa keypt réttinn að rekktálrörinu fyrir einn kaldann á námsárunum í Höfn.

En ríkidæmið var ekki alveg handann við hólinn.

Jónfreður H. Mikjálssen, kauffélagsstjóri, var lánggráðugasti dreingurinn í dalnum. Og tók hann ekki í mál að selja vöruna í umboðssölu. Tók hann afar ílla í málaleitan Bjergvins stúdents þegar málið var tekið upp á fundi þeirra. Hafði Jónfreður leingi haft illa bifur á Bjergveni, og ljóst var að ekki skyldi Bjergvin verða að ríkum dreing í dalnum meðan hann væri kauffélagsstjóri.

En einmitt um það leyti er lokað var á viðskiptareikning Bjergvens, kom Arinbjörn hinn úngi, ásamt frænda sínum Arinleifi hinum miðalra á bæ. "Bjergvin, Bjergvin ! Ég er með lausnina á vandamálinu. Setjumst niður og ræðum málið." Við þessa uppástúngu létti fyrir Bjergveni, "Jú bíddu við. Ég sæki kaldann......".

fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ha?

Æi, ég veit ekki. Sérstaklega þegar menn segja að þetta sé jafn traust og stjörnuspeki.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

GGB les útvarpsöguna. Fyrsti lestur.

"Blessaður Bjergvin", heilsaði litli snáðinn og leit forvitinn á gestinn sem
bar að garði. "Sæll vertu Arinbjörn. Þú ert alltaf lang flottasti
dreingurinn í dalnum", svaraði Bjergvin, sem laungi hafði dvalist í
Kaupmannahöfn við nám, en var nú loks aftur fluttur heim í dalinn.

"Ertu með súkkulaði?", spurði snáðinn og hélt niðri í sig andanum af
eftirvæntingu, enda hafði Bjergvin ævinlega eitthvað með sér í farteskinu.
"Nei", svaraði Bjergvin um hæl, og bætti við eftir andartaks umhugsun "...
en ég er með einn kaldan í töskunni".

Principal planes

Brá mér í bæinn í dag. Hitti Bjössa og við spiluðum púl. Það gekk ekki alveg jafnvel og síðast, en ég get þó sagt að í heildina var ég að spila gríðarlega vel. Bjössi setti mig hinsvegar illa útaf laginu með því að leggja snóker á krítískum tíma. Ég brást afar illa við slíkum bolabrögðum og tapaði tveimur leikjum í röð. Eftir púl komum við hingað á kollegíið og fórum í músíkherbergið. Þar voru standardarnir teknir vinstri og hægri. Hið besta mál, ávallt traust að taka aðeins í hljóðfærin.

Annars var það ákveðið í dag, að loksins henda útvarpssögunni alræmdu hér á síðuna. Fyrsti lestur mun fylgja hér á eftir, og svo restin þegar ég nenni. Það held ég nú.

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Seggs, dröggs end rokkendról

Nokkuð skemmtileg lesning.

My mind goes sleepwalking

Fór í körfubolta í gær. Mæ god, hvað ég er búinn í skrokknum í dag. Ef þetta er ekki gott hint um að fara að hreyfa sig örlítið reglulegar, þá veit ég ekki hvað. Og þrátt fyrir að hafa lofað sjálfum mér margoft að spila ekki meira með í ár, þá er mannekklan þannig að ég hélt nú að það væri ekki vandamálið að spila með á laugardaginn. Mikið held ég að ég eigi eftir að sjá eftir því á laugardagskvöld, eða sunnudagsmorgun. Ó,jæja...

Lag dagsins er What to do með Ok Go.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

...

Mikið væri gott að fá þennann fjandans kóða til að virka. Til dæmis ekki seinna en strax.

Fín helgi, góður matur bæði föstudags-og laugardagskvöld. Mátulega melló.

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

All the people that you're standing on

Svona grínlaust, ég held að stelpan hér í tölvuverinu hljóti að baða sig uppúr ilmvatni. Hvernig er þetta hægt??? Hvers á ég að gjalda???

Urrr....

Ha?

Það er ljóst að snjókallarnir hér á kollegílóðinni eru velflestir bannaðir börnum.

mánudagur, febrúar 14, 2005

Let's take the boat out

Eitthvað held ég að samgöngurnar hér í Kaupmannahöfn gangi ekkert alltof vel fyrir sig núna. Það er búið að snjóa þokkalega hér, og þegar svo er fara allar samgöngur til helvítis. Eitt af þessum skiptum þegar þokkalegt er að búa á Kampsax kollegíinu.

Einn af mínusunum við að búa á þessu kollegí, er að það er jökulkuldi þar núna. Ég þarf að leita nýrra upphitunar-leiða, áður en ég frýs í hel.

sunnudagur, febrúar 13, 2005

Everybody knows the Score

Ágætisdagur í dag. Ef við teljum ekki veðrið með.

Vaknaði eldsnemma og fór í að reyna að leysa verkefnið sem ég hef verið að brasa með síðustu vikuna. Gekk ekki alveg, en held að þetta sé að koma. Fórnaði mér svo í að fara út að hlaupa. Man, djöfull er orðið langt síðan ég hef hreyft mig....Gamli hringurinn var alltíeinu orðinn fjandi langur.

Fór svo í bæinn og hitti Bjössa, sem var að koma af einhverri súperráðstefnu í Finlandi. Við settumst að sjálfsögðu á Bloomsday og ræddum málin og tókum pool. Sossa og Björk kíktu við, og úr varð að Sossa og Óli buðu mér í mat. Takk fyrir það. Umræðan varð svo mjög fróðleg eftir mat, þegar farið var að ræða útlendingapólítík í Danmörku. Ákaflega skemmtilegt kvöld.

Og ekki spillti fyrir að mala Bjössa á síðasta skotinu í pool. Aiiiiii.

miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Staring at the Sun

Er kominn með miða á U2. Meiri heppnin það.

Ekkert alveg óþolandi.

Hnuss...

Lag dagsins, í ljósi úrslita kosninganna í gær, er Rednecks með Randy Newman.

Walking After You

Well....

Enn og aftur...

Þá sjaldan maður lyftir sér upp.

Ekki það, að í dag var eiginlega tækifæri til. Ég mætti á Masters-vörn hjá Begga og Jóhanni. Það tókst svona leiðinlega vel. Beggi fékk 11 og Jóhann 13. Þanning að maður fórnaði sér í að fá sér bjór með drengjunum.

Við sátum á S-husinu frammundir lokun, en þá fórum við á Mexíkanskan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Að mat loknum fórum við til Steinunnar og Júllu í kosningapartý.

Gott partý. Þó að mér, algjörlega óviljandi, hafi tekist að breyta því í nördapartí dauðans..... Einhver lét úr sér eitthvað með fylkin í USA og ég, í ölæði, hélt nú að ég gæti nefnt öll 50 fylkin. Nei, nei....Þetta tók bara einhverja 3 tíma.

Það hafðist með smá hjálp. Ekki að ég hafi beðið um hjálpina. Langt því frá.

Eníveis....Steinunn og Júlla fá stórar þakkir fyrir kosningapartíið. Við steypum píu í næstu kosningum, ok?

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Pretty Pink Ribbon

Ég og Gunni litli smelltum okkur á Cake tónleikana í gærkvöldi. Mættum tímanlega í bæinn og fengum okkur að snæða á einhverri indverskri búllu skammt frá Vega. Ágætismatur á fínu verði. Mættum svo tímanlega í hús, þar sem ég keypti alveg einstaklega ljótan bol merktan Cake. Það var þó ekki ljótasti bolurinn sem völ var á.

Á undan Cake var þriggja manna band sem kallar sig Drums and Tuba, og var það ansi spes músík. Spiluðu þessir höbbðingjar á trommur, túbu, gítar og líklega tölvu. Allavega þá voru þeir allir í að búa til loopur á sviðinu ásamt því að spila á eigin hljóðfæri. Ég fannst þeir ágætir, en þó eilítið langdregnir á köflum.

Cake steig svo á svið rétt uppúr klukkan níu. Og byrjuðu með Frank Sinatra. Ekki ónýtt það. Næstu 90 mínúturnar spiluðu þeir m.a. Part the Waters, The Distance, Comanchce, Never There og I Will Survive. Einhver fleiri lög spiluðu þeir sem ég þekkti, en er man ekki eftir nú. Mér fannst þeir þó koma sterkastir inn með tvö lög af nýja disknum. Lögin Wheels og No Phone voru spiluð af miklu meiri krafti en í stúdíóútgáfunum. Alveg fjandi gott.

Það verður hins vegar að segjast að bandið ber af í hallærisleikanum. Og söngvarinn þar fremstur meðal jafningja. Það læðist að manni sá lúmski grunur að hallærisleikinn sé með vilja. Vona það allavega.

Allavega, topptónleikar. Gáfu Costello ekkert eftir, þó ólíkir væru. Sem minnir mig á, hér er slóð á set-listann af Costello tónleikunum.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Þá sjaldan maður lyftir sér upp

Arg.....Heilsan í versta standi.

Í gær var sumsé þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn. Rándýrt, en maður lét sig hafa að mæta. Og sé ekki eftir því. Reyndar lenti maður í einhverjum hliðarsal, svo að við sem þar sátum heyrðum ekkert í veislustjóranum, sem var Karl Ágúst. Ekkert stórmál. Karl Ágúst var þó ekki ánægður með það, er ég benti honum á það síðar um kvöldið.

Auðvitað var þarna fjöldi fólks sem maður þekkir, og komu króksararnir sterkir inn. Spjallaði við Arnheiði, Óla og Sossu og Heiðar og Völu Báru, sem dúkkuðu þarna upp óvænt.

Maturinn var góður. En kannski ekki alveg nógu súr.

Þegar það var kominn tími til að yfirgefa teitið, þá versnaði hins vegar í því. Ég hafði tekið af mér jakkann og sett á stól, en svei mér að ég myndi hvaða stól. Og þar sem ekki voru nema 300 stólar á svæðinu leit þetta ekki svo vel út. Beggi kom hins vegar sterkur inn og reyndist með öllu meiri rænu en ég og mundi svona c.a hvar jakkinn var.

Í kvöld er planið að fara til Bruno og horfa á Super-Bowl. Þaðan ætla ég svo líklega beint í röð með Gunna og Begga til að kaupa miða á U2.

Annað kvöld eru svo tónleikar með Cake, sem ég er að fara á. Jibbí.

föstudagur, febrúar 04, 2005

Stares into space...

Jæja...

þá er það ljóst hvað maður verður að brasa næstu mánuðina. Búið að setja lokaverkefnið í gang. Og væntanleg skil þann 16.september. Eitthvað sem segir mér að tíminn eigi eftir að fljúga.

Titillinn á verkefninu er Far-field Analysis of Radiation Sources. Og gengur í stuttu máli útá að kanna hvaða hlutar loftneta eru í raun að búa til geislunina. Afar spennandi.

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

I see red

Við komum sterk inn í fréttatímann á TV2. Það vantaði uppfyllingar efni fyrir einhverja frétt, þannig að rektor þóttist vera að spjalla við okkur á bókasafninu. Mjög spaugilegt, allt saman.

Ég er búinn að eyða deginum í að reyna að leysa vandamál sem okkur tókst ekki að leysa í þriggja vikna áfanganum. Þar sem okkur tókst ekki að leysa það í tíma, urðum við að svindla aðeins í samanburði á gögnum. Ekkert stórlega, og við létum vita af því, en frekar pirrandi samt. Allavega, í dag, leystist málið, og eins og ansi oft, þá var ekki merkilegur kóðinn að lausninni. Einhverjar 6-7 línur. Þvílíkt sáttur við að hafa leyst þetta, þó að það sé c.a. 10 dögum of seint.