sunnudagur, febrúar 06, 2005

Þá sjaldan maður lyftir sér upp

Arg.....Heilsan í versta standi.

Í gær var sumsé þorrablót Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn. Rándýrt, en maður lét sig hafa að mæta. Og sé ekki eftir því. Reyndar lenti maður í einhverjum hliðarsal, svo að við sem þar sátum heyrðum ekkert í veislustjóranum, sem var Karl Ágúst. Ekkert stórmál. Karl Ágúst var þó ekki ánægður með það, er ég benti honum á það síðar um kvöldið.

Auðvitað var þarna fjöldi fólks sem maður þekkir, og komu króksararnir sterkir inn. Spjallaði við Arnheiði, Óla og Sossu og Heiðar og Völu Báru, sem dúkkuðu þarna upp óvænt.

Maturinn var góður. En kannski ekki alveg nógu súr.

Þegar það var kominn tími til að yfirgefa teitið, þá versnaði hins vegar í því. Ég hafði tekið af mér jakkann og sett á stól, en svei mér að ég myndi hvaða stól. Og þar sem ekki voru nema 300 stólar á svæðinu leit þetta ekki svo vel út. Beggi kom hins vegar sterkur inn og reyndist með öllu meiri rænu en ég og mundi svona c.a hvar jakkinn var.

Í kvöld er planið að fara til Bruno og horfa á Super-Bowl. Þaðan ætla ég svo líklega beint í röð með Gunna og Begga til að kaupa miða á U2.

Annað kvöld eru svo tónleikar með Cake, sem ég er að fara á. Jibbí.