þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Pretty Pink Ribbon

Ég og Gunni litli smelltum okkur á Cake tónleikana í gærkvöldi. Mættum tímanlega í bæinn og fengum okkur að snæða á einhverri indverskri búllu skammt frá Vega. Ágætismatur á fínu verði. Mættum svo tímanlega í hús, þar sem ég keypti alveg einstaklega ljótan bol merktan Cake. Það var þó ekki ljótasti bolurinn sem völ var á.

Á undan Cake var þriggja manna band sem kallar sig Drums and Tuba, og var það ansi spes músík. Spiluðu þessir höbbðingjar á trommur, túbu, gítar og líklega tölvu. Allavega þá voru þeir allir í að búa til loopur á sviðinu ásamt því að spila á eigin hljóðfæri. Ég fannst þeir ágætir, en þó eilítið langdregnir á köflum.

Cake steig svo á svið rétt uppúr klukkan níu. Og byrjuðu með Frank Sinatra. Ekki ónýtt það. Næstu 90 mínúturnar spiluðu þeir m.a. Part the Waters, The Distance, Comanchce, Never There og I Will Survive. Einhver fleiri lög spiluðu þeir sem ég þekkti, en er man ekki eftir nú. Mér fannst þeir þó koma sterkastir inn með tvö lög af nýja disknum. Lögin Wheels og No Phone voru spiluð af miklu meiri krafti en í stúdíóútgáfunum. Alveg fjandi gott.

Það verður hins vegar að segjast að bandið ber af í hallærisleikanum. Og söngvarinn þar fremstur meðal jafningja. Það læðist að manni sá lúmski grunur að hallærisleikinn sé með vilja. Vona það allavega.

Allavega, topptónleikar. Gáfu Costello ekkert eftir, þó ólíkir væru. Sem minnir mig á, hér er slóð á set-listann af Costello tónleikunum.