Happiness is a warm gun
Var að horfa á Bourne Supremacy. Gat ekki að því gert að þegar ég heyrði lögguna kalla á þýsku "Póliddsææ", "Póliddsææ", þá datt mér í hug gömlu þættirnir með kriminalkommidsar Stefan Derrikk og hans trausta aðstoðarhundi Harrí Klein. Maður horfði á þá leysa hvert morðmálið á fætur öðru á föstudagskvöldum.
Að auki get ég sagt að atriðið í Bourne með rússnesku stelpunni er jafnvel Hollívúdd til skammar. Sveiattann.
Ég missti víst af ágætis djammi í gær. Ekki það að heilsan hafi verið til þess að djamma. En maður hefði líklega látið sig hafa það...
Ég mætti og tók þátt í Molduxa-mótinu í kveld. Að mörgu leyti ágætt. Í fyrsta skipti sem ég spilaði í lávarðaflokknum. Ég gruna þó nokkra sem spiluðu í þeim flokki að vera undir aldri. Hælætið var auðvitað þegar góðvinur minn Ingvar mætti á svæðið. Greinilega stund síðan hann hafði snert bolta. Og Molduxar höfðu nett gaman af að dissa hann. Ekki það að ég hafi verið með stórleikina. Síður en svo. Greinilegt var að sumir sem við spiluðum við hafa greinilega ekkert þroskast þó komnir séu á fimmtugsaldurinn. Góð tilhugsun.
Lag dagsins er You keep on moving með Deep Purple.