sunnudagur, desember 25, 2005

Can I have some more...?

Úffff.....

Ég er líklega búinn að hlaða forðann frammá sumar. Eða, þannig. Maður verður líklega orðinn Middselín-maðurinn á morgun.

Þvílík bókajól hef ég ekki átt í mörg ár. Ég hlakka þvílíkt til að lesa bækurnar sem ég fékk í jólagjöf. Alveg fjandi góðar bækur, og býsna ólíkar. Sem gerir það auðvitað mun skemmtilegra.

Ég fór með pápa mínum í að bera út jólakort í bæinn í dag. Ágætishefð, sem reyndar er töluvert langt síðan ég tók þátt í, bött só vott...Pabbi var reyndar ekkert alltof sáttur við höfuðfatnað minn, sem var hin fínasta Túborg jólasveinahúfa. Með blikkljósi. Verður ekki betra.

Ég ákvað að stela hér mynd frá Hinum Sömu og setja hér sem jólamynd frá Króknum. Ég fjarlægi hana um leið og menn kvarta...


laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól

Ég er sannarlega búinn að vera latur við að skrifa jólakort síðustu árin. Ég tók reyndar með mér kortin sem ég keypti fyrir þremur eða fjórum árum síðan, svona ef ég kæmi mér í það að skrifa. Það hefur ekki gengið eftir, en kannski sendi ég nýárskort í staðinn. Kannski.

Ég vona að allir eigi gleðileg jól. Ég hitti ykkur vonandi sem flest eiturhress á nýja árinu.

miðvikudagur, desember 21, 2005

Damn Your Eyes!

Það er ekki hægt að segja að maður geri mikið þessa dagana. Reyndar ekki eins og ég hafi búist við því. Ég hafði það þó af í gær að hjálpa örlítið við laufabrauðsgerð. Að öðru leyti þá er maður annaðhvort að lesa, spila á gítarinn, horfa á dvd eða í kaffi. Ekki handónýtt.

Fylgifiskur þessa aðgerðarleysis er hins vegar sá að ég hef mest lítið að segja.

Lag dagsins er Sigtryggur vann með Þursaflokknum. Einhver besti íslenski textinn.

sunnudagur, desember 18, 2005

Ó, tannenbám...

Föstudagskvöldið var tekið með semi-trompi. Hitti Bjössa í bænum og við stefndum auðvitað með það sama á Sams-bar. Vorum í sérstaklega góðu formi. Aðallega Bjössi. Ég er nokkuð viss um að drengurinn setti nýtt met í flestum lögum sungnum á einu kvöldi. Svo áberandi voru hann og Björk systir hans við hljóðnemann, að fréttamanni frá BT fannst rétt að taka viðtöl við þau. Hrein snilld!

Maður var því hæfilega morkinn þegar stefnan var tekin á Kastrup flugvöll í gærmorgun. Og þvílíkur dagur á Kastrup. Fyrst var staðið einn og hálfan tíma í tjékk-in röðinni. Það var ekki hressandi. Svo tók við ríflega 3 tíma seinkun á vélinni. Meirháttar gaman að vera stökk á dýrasta stað í Evrópu í fjóra tíma. Þetta hafði þó í för með sér að maður drakk frítt í flugvélinni og var því allur að hressast við lendingu í Keflavík.

Þar tók Sjonni á móti manni og maður var drifinn í lambahrygg og fínerí. Þvílík veisla. Við sátum svo frammeftir nóttu að ræða málin. Og drekka koníak. Því fylgdi auðvitað töluverð flensa í morgun.

Það var svo brunað norður í dalinn með pabba í dag. Eggselennt.

föstudagur, desember 16, 2005

I took a ride

Þetta er alveg magnaðasta ferli sem ég hef farið í gegnum, þessi starfsumsókn mín. Nú var hringt í mig í dag og ég beðinn um að kíkja í eitt viðtalið í viðbót. Eins gott að þeir ráði mann eftir allar þessar heimsóknir til þeirra.

Það var síðasta nótt á Kampsax kollegíinu í nótt. Maður er sumsé fluttur núna. Eða svona hálf-fluttur. Til að halda uppá þetta (eða reyndar aðallega til að fagna próflokum hjá nokkrum DTU-stúdentum) var haldið á eldhús 4 og þar spilaður póker. Það er dagljóst að Íslendingarnir stóðu Dönunum töluvert aftar í þeirri list. Steinunn spilaði reyndar til úrslita, en við hin stóðum okkur afburðailla, og vorum flest dottin út snemma. Sveiattan, fjárhættuspil...

Lag dagsins er Angles Heap með Finn-bræðrunum

miðvikudagur, desember 14, 2005

Hark og handjárnin

Ágætiskvöld í gær. Jan, Tékkinn skotglaði í körfuboltaliðinu hér í DTU, bauð í mat. Tilefnið var að Lubos, annar Tékki, og Oto, sem er Slóvaki, áttu leið um Kaupmannahöfn. Báðir höfðingjarnir spiluðu með Piibbk, sem er fáránlega nafnið á körfuboltaklúbbnum hér við DTU.

Fjandi gaman að hitta strákana aftur, en það eru orðin tvö-þrjú ár síðan þeir voru hér síðast. Það var svo algjör snilld, var að Oto var að koma frá Íslandi með ferjunni. Hann var búinn að vera að vinna síðustu mánuði hjá einhverju verkfræðifyrirtæki heima og var flottur á því. Tók bílinn með og þvældist um landið þvert og endilangt.

Fínt að éta óhóflega og drekka hóflega af tékkneskum bjór. Gott mál.

Ludology: The study of games. Jæja, já...

þriðjudagur, desember 13, 2005

shorter of breath

Eitthvað hljómar þetta kunnuglega:

Bothered by a mysterious case of fatigue and shortness of breath, he has seen his production plummet. Over his past five games the 7-1 forward is averaging just 2.4 points and 4.6 rebounds in 22 minutes while showing little of the defensive energy he provided last year during Chicago's surprise season. "I'm not feeling like myself," said Chandler, who was treated for a hiatal hernia three weeks ago but continues to feel winded early on during games. "You know when something's wrong with you, and I feel like there's definitely something wrong with me."

-tekið af SI.com

mánudagur, desember 12, 2005

meet me at the coffee shop

Valli Ingimundar er án efa einhver almagnaðasti körfuboltamaður sem Ísland hefur alið. Ég var svo heppinn að hafa kappann sem þjálfara og að spila með honum þegar ég var á Króknum.

Ég datt inná kkí vefinn og lenti inná tölfræðinni hjá kvikindinu. Gjörsamlega útí hött. Enda maðurinn líklega einhver mesti keppnismaður sem ég hef kynnst.

Í tölfræðinni eru samt áhugverðir punktar. Þar sem ég þekki af eigin reynslu hversu mikið var lagt í tölfræðina í körfunni fyrir, svona 15 árum síðan, þá tekur maður kannski ekki öllum tölum þarna sem heilögum sannleik. Hins vegar veit ég hvort ég á erfiðara með að trúa að Valli hafi átt leik með 12 stoðsendingum eða leik með 20 töpuðum boltum.

Annars frekar gaman að skoða þennan vef.

Going Postal

Hann var alveg svalur kallinn á Nørre Alle í dag. Stoppaði bílinn gekk útað trjárunnanum og meig.

Fyrir þá sem ekki þekkja Kaupmannahöfn svo vel, þá er þessi gata ekki svo fáfarin.

High comedy.

give me one more day please

Þannig er það...

Fer sumsé í annað viðtal hjá gúmmístígvélaframleiðandanum á fimmtudag. Það þýðir hins vegar að Íslandsför minni verður að fresta frammá laugardag. Slæmt mál, þar sem búið var að skipuleggja heilsudrykks-kvöld í höfuðborginni.

Hvernig er stemmingin fyrir laugardagskvöldinu?

Er því ekki rétt að segja að lag dagsins sé Laugardagskvöld með Geirmundi Valtýssyni?

Nei, kannski ekki. Segjum frekar Not where it's at með Del Amitri.

fimmtudagur, desember 08, 2005

I started a joke

Ég var að fara í gegnum myndasafnið á tölvunni minni. Og ég komast að því að þar leynast nokkrar myndir sem eiga fyllilega heima hér. Eða ekki, en fá samt að birtast hér. Myndirnar eru ansi misgamlar.


Fyrstu myndirnar eru frá því er Molduxar komu við í Lyngby til að kenna mönnum hér körfuknattleik. Ég fékk sérstakt leyfi til að spila með Uxunum, sem udvida er mikill heiður. Hér er spiluð alltof góð vörn á mann, sérstaklega þar sem kvöldið áður voru Molduxar miklir höfðingjar að vanda og buðu bjór.



Eftir að leik lauk með naumum ósigri Molduxa, áttu Uxarnir tímælalaust múv dagsins, er teknir voru fram tveir kassar af heilsudrykk, og hafinn söngur. Var almenn ánægja með veitingarnar, en hið alþjóðlega lið DTU-drengja vissi ekki alveg hvaðan veðrið stóð yfir söngnum.



Hér sést Gústi Guðmunds vera að fara í gegnum fínní punkta frákastatækni sinnar með mér, Nikolaj, Kim S. og Mariusi. Þótti DTU-drengjum stórmannlegt að jafn reyndur leikmaður á alþjóðlegum vettvangi og Ágúst tæki tímann í að deila atvinnuleyndarmálunum með áhugamönnunum. Að sjálfsögðu var heilsudrykkur hafður um hönd meðan málin voru rædd.



Hér kveður við annan tón. Hér er Hilmar staddur heima hjá Gunna litla að virða fyrir sér skreytingarnar fyrir julefrokostinn sem haldinn var daginn eftir. Ef ég man rétt er drengurinn að mæla fyrir mistilteininum.



Ég man alls ekki eftir að hafa tekið þessa mynd af Ylfu og Steinunni, þannig að þetta er væntanlega úr sama julefrokost. Jebb, stöðugur straumur af Álaborgar ákavíti hressir mann og kætir (ööö, uppað vissu marki, allavega).



Hér gefur á að líta hinn margfræga turn í Tívolinu. Þetta er víst eina tækið sem ekki er opið í jólatraffíkinni. Get ekki sagt að mér sé ekki sama.



Kaupmannahöfn á haustdegi. Þessi mynd skilar því svosem ekkert almennilega, en þessi borg á það til að vera fjandi næs.



Ég "neyddist" til að kíkja aðeins á lífið með þessum stúlkum í sumar. Það var alls ekkert leiðinlegt, sérstaklega þar sem ég hafði fyrr um daginn loksins leyst aðalvandamál lokaverkefnisins mín, og því tilefni til að lyfta sér aðeins upp. Allir flottu staðirnir voru þræddir, það held ég nú.



Hrönn, Erna og Gunni litli. Þessi mynd er afar merkileg fyrir þær sakir, að þetta er líklega eina myndin sem nokkurn tímann hefur náðst af Hrönn þar sem hún hylur ekki andlit sitt.

Ef ég væri enn að læra, þá ætti hávaðabelgur nágranni minn á hættu að fá á baukinn einn daginn. Sauðnautið tekur uppá því að hefja píanóleik uppúr miðnætti, og stendur glamrið venjulega frammundir fjögurleytið. Halló??? Ekki það að maður hafi ekki einstaka sinnum verið með gítarpartí frammundir morgun hér á herberginu, en ekki nótt eftir nótt. Og allra síst rétt fyrir próf. Ef ég væri ekki svona djöfull tolerant væri ég sjálfsagt búinn að æsa mig. Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að þessi drengur sé ekki að eltast við ellefurnar hér...

(úff, talandi um að skíta úr glerhúsi...)

Lag dagsins er From out of nowhere með Faith No More.

Ertu góður í - nettan búlemí ?

Jæja...

Fór í viðtal hjá Nokia í dag. Eða gær, ætti það víst að vera, þar sem það er komið fram yfir miðnætti. Svosem ekkert mikið um það að segja, nema að þeir sögðu mér helling um fyrirtækið sem ég vissi fyrir og ekki svo mikið sem ég vissi ekki. Auðvitað fylgdu svo hellingur af spurningum sem miserfitt var að svara. Ég vona að maður hafi komið þokkalega frá þessu. Það góða við allann prósessinn, er að það verður gengið frá ráðningu í næstu viku, þannig að á hvorn veginn sem fer, þá veit ég í næstu viku hvort ég verð kominn með vinnu, eða enn að leita.

Eftir viðtal labbaði ég niður í bæ og þar sem ég var að þvælast þar ákvað ég að kíkja við á vinnustofuna Sossu. Þar tóku bæði Óli og Sossa á móti mér með kostum og kynjum, eins og þeirra er von. Mér algerlega að óvörum mætti Bjössi svo á svæðið. Gríðarlega gaman að því. Sossa og Óli sýndu svo gríðarlegan höbbðingsskab með því að bjóða í sushi. Maður lifandi hvað það var gott. Eftir mat brugðum við Bjössi fyrir okkur gríðarlegum þroska, og bárum af okkur allar tilraunir Bjarkar, systur Bjössa, og vinkonu hennar til að draga okkur á lífið, og helst á Sams bar.

Ókei, þroski mæ ess. Ef ég hefði verið búinn að tala við bankann hefði ég örugglega slegið til. Ó vell, í staðinn horfðum við á fótbolta. Alltaf gaman að kíkja á boltann með Bjössa. Maður er auðvitað þekktur fyrir sanngirni í kommentunum.

Lag dagsins er tvímælalaust Kósíheit Par Eggselanns. Alveg súper.

þriðjudagur, desember 06, 2005

If I listen close...

Your Irish Name Is...

Liam Kennedy


Ég mun héðan í frá svara nafninu Liam. Eða þannig.

Og svo mátti ég til með að henda þessu með, svona í tilefni þakkargjörðarveislunnar frægu á eldhúsi 4:

You Are The Stuffing

You're complicated and complex, yet all your pieces fit together.
People miss you if you're gone - but they're not sure why.


Nóg komið af netprófum... Ah, ókei, eitt í viðbót.

On Average, You Would Sell Out For

$1,104,411


Það er því ljóst að maður er ekki svo cheap bastard.

Aaa...einmitt

Þetta kom nú ekkert sérstaklega á óvart:

You Are 21 Years Old

Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


Hmmm...Á maður nokkuð að vera að nota þetta í viðtalinu á morgun?

sunnudagur, desember 04, 2005

Uuuu, hvítann.

Í gærkvöldi var julefrokost hjá Gunna. Fjöldi manns mætti og mikið um matar-dýrðir. Alveg fjandi gott, nema að ég er búinn að vera hundslappur síðustu daga, þannig að ég forðaði mér heim uppúr átta. Hálf súrt, en maður er alveg eins og undin tuska, og lítið gaman að skemmta sér þannig.

Móment kvöldsins var þegar Beggi gekk inn um dyrnar. Þrátt fyrir að Gunni hafi hálfpartinn verið búinn að missa það útúr sér nokkrum sinnum að hans væri von, voru allir jafn grunlausir. Beggi fær mörg rokkstig fyrir að skella sér til Köben á julefrokost, og Gunni fær rokkstig fyrir að ná að halda kjafti yfir því.

Lag dagsins er I'm feeling fine úr Bugsy Malone. Titill lagsins á alls ekki við núna.

föstudagur, desember 02, 2005

Oh, there must be shackles on his feet

Þvaghænsni og sauðnaut eru bráðskyld fyrirbæri.

Hvernig er það Dr.Óskar, hvað er verið að brasa í London?

Það var ágætis matarveisla í gær. Íslenskt lambalæri sem var settur í að elda, eftir að hafa verið með einhvern kjaft á barnum einhvern tímann. Það heppnaðist svona temmilega. Ekkert nema ágætt um það að segja. Alveg með ólíkindum að Danir auki ekki aðgegni okkar að íslenska lambinu.

Við Gunni og Hilmar fórum svo í innkaupaleiðangur í morgun til að kaupa inn fyrir julefrokostinn sem Gunni heldur á morgun. Mér sýnist allt stefna í ágætis veislu þar...

Annars var svo hringt í mig í dag og ég boðaður í atvinnuviðtal á miðvikudaginn. Strax farinn að hlakka til. Gengur hratt fyrir sig. Ég fékk að vita af þessu á þriðjudagskvöld, hringdi í tappann á miðvikudagsmorgun, sendi umsóknina í gærmorgun, og boðaður í viðtal í dag. Mér líkar þetta.

Lag dagsins er 39 með Queen. Alltaf jafn undarlegt að heyra Brian May syngja í Queen-lögunum.