föstudagur, október 28, 2005

Like a rollin' stone

Ísland á morgun. Líst reyndar ekkert á veðrið sem tekur á móti manni þar.

Paranoid

Þeir sem hafa áhuga á íþróttum, ættu að lesa þessa grein.

Þetta finnst mér sérstaklega áhugavert:

"I will gladly give back the medal on a gold platter after we go to court with a jury," Chrobotek said from his office in Toronto. "I welcome all of them -- USA Track & Field, the U.S. Olympic Committee, USADA, IAAF and the IOC -- to sit in a courtroom.

"There is no question in our minds that all procedures were bent and twisted," he added. "Nobody knows what really happened."

Og, auðvitað þetta:

Chrobotek was the former agent for Ben Johnson, the Canadian sprinter stripped of his 100-meter gold medal after testing positive for steroids at the 1988 Seoul Olympics.

Skrítið að maður taki þessu "steroid-free" krappi svona mátulega.

Eins og maðurinn sagði: "HNUSSS!!!!"

fimmtudagur, október 27, 2005

The odds were in my favor, I had 'em five to one

Hnuss...Ég fæ líklegast ekki vinnuna sem ég var að sækja um.

Bakk tú ðe dro-íng bord.

Maybe the table could go

Ég kíkti loks til læknis í gær til að láta athuga kúluna sem búin er að vera á ökklanum á mér í kringum tvö ár. Læknirinn leit á þetta og sagði að þetta væri líklega vökvi á liðnum, og hvort ekki væri ráð að "prófa" að fjarlægja þetta.

Það varð úr. Nál í liðinn og svo var byrjað að draga blóð. En Dokksi gafst upp eftir tvær sprautur og vildi þá senda mig til sérfræðings, þar sem kúlan var ekkert að minnka.

Meiriháttar.

mánudagur, október 24, 2005

We laugh at others failures, though we have not done shit

Nú hef ég hlustað á þennan frábæra disk í viku, og þetta er einhver magnaðasta músík sem ég hef heyrt lengi.

Ég fór á Hvíta Lambið, sem er pöbb á Kola-torginu í Köben, á föstudagskvöldið. Kíktí þangað með Gumma og Gunna, en Gunni var einmitt að skila lokaverkefni deginum áður. Þessi pöbb er tóm snilld, og reyndar merkilegt nokk að ég hafi aldrei stungið inn nefi þar áður. Staðurinn er frá 1807, og lítur ekki út fyrir að vera deginum yngri.

Ástæðan fyrir því að við settumst þarna niður, var sú að þarna er spilaður djass sex kvöld í viku. Og þetta kvöld var búið að krota á töflu á vegg að Helge Kajs Trio myndu spila. Reyndar var búið að strika yfir Trio, og svo Kvartett, áður en bandið byrjaði að spila. Og áður en við fórum voru orðnir níu meðlimir í bandinu. Og svo virtist sem að ef að þú mættir með hljóðfærið þitt og þekktir einhvern í bandinu, þá varstu kominn í hljómsveitina. Ég hafði á orði að hvílík synd það var að ég væri án munnhörpdýrsins. (Ekki það að ég geti spilað hálft djasslag á nokkur hljóðfæri, en kommentið var ágætt. Tja, eða ekki...)

Á laugardaginn var aftur strunsað í bæinn, og að þessu sinni var stefnan sett á Bloomsday. Þar sem að Hinir Sömu voru staddir í London á Arsenal-Man.City, þá varð ég að sjá leikinn. Svona til að verða viðræðuhæfur um jólin. Sá nokkra Íslendinga á staðnum, þar á meðal fyrrum aðstoðarskólameistarann. Leikurinn var stórfurðulegur, og réði þar mestu um gjörsamlega óskiljanlegt víti hjá Bobbí Píres. Hvað maðurinn var að reykja mun ég aldrei skilja. Og að auki sendi hann boltann á sporbaug frá marklínunni. Hann var ekki maður leiksins. Það er ljóst. En Arsenal vann. Og Liverpool tapaði. Alltaf góðir tímar.

Ég fékk loks svar frá tappanum sem ég var að spyrja um vinnu. Sá gaf mér upplýsingar um hvað þeir væru að gera og að verið væri að leita að mönnum. Að auki fylgdu upplýsingar um við hvern ég ætti að tala næst. Spennandi. Reyndar grunar mig að ef að þetta gengur eftir, þá þarf ég líklega að rifja upp hluti sem ég setti mig aldrei sérstaklega mikið inní. Frekar áhugavert samt.

Þar sem mér tókst loksins að ná myndunum úr símanum yfir á tölvuna, þá má ég til með að setja þessar tvær hér inn. Hér má sjá hvernig Hrönn og Erna höfðu það við skrif á lokaverkefni:




Það er einnig gaman að segja frá því að Hrönn setti nýtt í að láta taka af sér mynd með hendur fyrir andliti í sumar. Hreint ótrúlegt innsæi fyrir væntanlegum myndatökum.

Aha...Þetta myndadæmi er skemmtilegt. Hér er ein frá því í sumar:


Fernando, Gunni Litli og ég við grillið. Alveg gáfulegir. Svei mér þá, ef að það var ekki eitthvað sem brann.

Góðann daginn gamla gráa skólahús:


Byggingin sem ég eyddi fyrstu tveimur skólaárunum í.

Tilvitnun vikunnar:
"If you were to spend $100 million against Mother Teresa, her poll numbers would go down, too.'' -- Gov. Arnold Schwarzenegger, on public TV's "California Connected."

föstudagur, október 21, 2005

Spaced out

Svo að Sálin hans Jóns míns er með ball hér í Köben þann 5. nóv. Gott og blessað, og ég var reyndar búinn að ætla mér að fara. En þegar miðinn kostar ríflega 300 dkr, minnst mér alveg nóg um. Sérstaklega þegar það er ljóst að það má sennilega ekki taka með sér vín inná Vega. Ó vell. Maður finnur sér eitthvað annað við að vera.

Eftirfarandi málsgrein er eitthvað það fyndnasta sem ég hef lesið á vefnum undanfarið:

This has nothing to do with Week Six, but to the person who kept farting somewhere around the 10th row of the 12:54 PM United flight from Denver to Los Angeles yesterday ... may you burn in hell.

Og nei, ég var ekki í þessari vél...

fimmtudagur, október 20, 2005

Einmitt

Ali G. Rííspekkk...

mánudagur, október 17, 2005

There's Gold in Them Hills

Menningarnótt í Köben síðasta föstudagskvöld. Helga og Rúna buðu mér í mat, og svo var stefnt á sýningu hjá Sossu. Alveg þrusuflott allt það sjó. Hrikalega mikið af fólki í bænum, þannig að nokkur okkar flúðum inná Sam's bar. Það kom sterkt inn.

Í það minnsta var ég handónýtur á laugardaginn, og var líklega farinn fyrr að sofa á laugardagskvöld en nokkru sinni áður. Allavega ef tekið er í reikninginn að ég þurfti svosem ekkert að gera í dag.

Spennandi vika býður. Það verður þrælspennandi að sjá hvað gerist með þessa vinnu.

Lag helgarinnar er Paradise by the Dashboard Light. Kjöthleifurinn og Ellen Foley sterk. Við Helga Hrönn fórum mikinn við að syngja þetta lag á Sams bar. Ye Gods...

föstudagur, október 14, 2005

I'm gonna try and pick up the pieces

Það er eilítið skrítið að klára skólann. Fyrst er skilað verkefni sem maður hefur unnið við í 7+ mánuði. Og við skilin er það eins og maður sé búinn.

En, nei. Það á eftir að verja kvikindið. Og alveg frá skilum og uppað vörn segir maður við sjálfann sig að það er "ritgerðin sem skiptir máli", o.s.fr...

Sem er reyndar að mestu rétt. En samt. Og það er málið. Maður er ekki búinn fyrr en vörnin er í höfn. Merkilegur munur.

Ég varði þriðjudaginn 11. okt. klukkan 10. Reyndar grunar mig að vörnin hafi byrjað mínútu í tíu, og það hafi orðið til að Hilmar mætti 30 sekúndum of seint. Eins og mín er von kláraði ég að undirbúa vörnina klukkan hálf níu samdægurs. Lítill svefn. Svosem allt í lagi. Það er ákveðin stemming við að taka "all-night-erinn" á þetta. Hins vegar alveg magnað að slá þessu svona á frest. Sérstaklega þar sem ég hef vitað í fleiri vikur hvað ég ætlaði að tala um.

Á vörnina mættu Pabbi, Bruno, Thomas og Gunni litli. (Hilmar hefði udvidað mætt ef ég hefði byrjað á réttum tíma, aldrei þessu vant byrjaði ég fyrir tímann. Gó figjúr. Og auðvitað Kaj, prófessorinn minn, og prófdómarinn, sem mig minnir að heiti Ove. Ég lít svo á að vörnin hafi gengið súper-vel. Ég dreg þá ályktun af því að Gunni dottaði ekki, og að prófdómarinn var gríðarlega jákvæður í garð kynningarinnar. Hins vegar verður að segjast, að fyrst dómarinn hafði svona margar spurningar, þá var skýrslan ekki nógu góð. Sem ég skal skrifa uppá hvenær sem er. Úffff....las hana nóttina fyrir vörn, og þvílíkt torf.

Æji....Skítt með það. Þeir geta ekki tekið einkunnina aftur. (Eða hvað???)

(Og reyndar notaði ég það dörtí trikk til að halda Gunna vakandi, að missa bendiprikið tvisvar í gólfið, þannig að...)

Árni og Kolla mættu svo í gær, og Mamma og Binný í dag. Og í dag var svo formleg útskrift frá DTU. Ég hefði ekki viljað missa af því, og það var þvílík synd að skessurnar gátu ekki verið með. Bött þðatts læf. Við Hilmar útskrifuðumst hins vegar saman, ásamt nokkrum öðrum Íslendingum. Þar á meðal var Gunni Þóris, en við byrjuðum einmitt saman í rafmagnsverkfræðinni heima í HÍ. Ólíkar leiðir sem menn taka, það er óhætt að segja.

Ég fór svo með fólkinu á Reef 'n Beef. Þar var fólk misdjarft í matarvalinu. Krókódíll er víst góður. Fólk er ekki sammála um kengúruna. Allir voru ánægðir með eftirréttina.

Það var súrt að Pabbi þurfti að fara snemma. Og Mæju var virkilega saknað. En eins og maðurinn sagði, læfsabidds. Það er ljóst að það verður tekin veisla þegar systir mín klárar Fjölbrautina. Það held ég nú!!!

Ég var búinn að gefa það út fyrir löngu, að ég væri ekki mikið að stressa mig á því, hvort að fólkið mitt gæti komist þessa viku. Og það er eins og það er.

Ég er afar sáttur að þið komuð.

Takk fyrir mig.

þriðjudagur, október 11, 2005

Above the quiet

Lag dagsins er That's Me Trying með William Shatner. Denny Crane klikkar ekki. Lagið er af disknum Has Been og með honum í laginu eru bæði Ben Folds og Aimee Mann. Góð blanda.

Ja, hérna...

Vörn gekk fínt. 10.

Hér eftir býst ég við að vera kallaður Hr. Verkfræðingur.



Skál.

laugardagur, október 08, 2005

Aldeilis!

Ingvar og Aldís voru að eignast annan strák.

Til hamingju!

miðvikudagur, október 05, 2005

Heart of Gold

Ég á aldrei eftir að skila hvað Bretarnir eru fáránlega viðkvæmir fyrir því að íþróttamenn svari fyrir svívirðingarnar sem dynja á þeim í leikjum.

Mér finnst ekkert að því að leikmaður rétti einhverri byttunni puttann. Fínt mál. Óþolandi að þessi fífl geti farið í lögguna eftir leik og vælt yfir því að eitthvert íþróttasauðnautið hafi verið að stofna til vandræða. Hmmm...Einmitt.

And then there were two...

Hilmar varði sitt lokaverkefni í dag, og Erna og Hrönn vörðu sitt á mánudaginn. Þeim gekki vel og er hérmeð óskað til hamingju með að vera búin.

Í kvöld fór ég á tónleika. Ég var satt að segja þokkalega rólegur yfir þessum konsert, en ákvað að skella mér, þar sem Steve Vai er einn af þessum stóru í gítarheiminum.

Ég hef reyndar séð kappann áður, eða þegar Whitesnake komu til Íslands og spiluðu í Reiðhöllinni (Angry-Palace). Það vantaði svosem ekkert uppá tilþrifin í það skiptið, en í kvöld var hann að spila sína eigin músík en ekki músíkina Coverdale.

þess má geta að Steve Vai lék á móti Ralph Macchio í hinni stórfenglegu mynd Crossroads. (Ruglist ekki saman við samnefnda mynd með Britney Spears, plís.)

Þegar mætt var á svæðið var upphitunarbandið byrjað að spila. Þar var á ferðinni gaukur að nafni Eric Sardinas. Þar er á ferðinni einhver ferskasti gítarleikari sem ég hef séð live í langann tíma. Hann spilar eingöngu á kassagítar eða stálgítar með capo-um og slide-rörum, en hljómar eins og argasti þungarokkari. Þ.e., á góðan máta. Keypti af honum disk eftir tónleika og fékk áritaðann af honum og bassaleikara sveitarinnar. Ég verð reyndar að segja að ég trúi sögunni sem Vai sagði af þeim á tónleikunum, þar sem bassaleikarinn stóð í lappirnar af gömlum vana, og Sardinas minnti mig á blöndu af Tyler og Perry. Vantaði reyndar ekki kurteisina.

Um Aðalatriðið gæti ég haft mörg orð. Það kom mér á óvart hversu mörg af Vai-lögunum ég þekkti, og að auki hversu gaman ég hafði af þessu öllu. Þetta er frekar spes músík. Megnið instrumental. En, mæ god. Eruði að grínast með hljóðfæraleikarana? Fimm manna band. Vai, Billy Sheehan, Tony MacAlpine, trommara sem ég man ekki hvað heitir og gítarleikara sem ég man heldur ekki hvað heitir. Ekki það að trommarinn og þriðji gítarleikarinn væri ónýtir. Meira það að MacAlpine og Sheehan voru alveg í gríninu. Og ég ætla ekki einu sinni að tala um helvítið hann Vai. Það er orðið súrt þegar bassaleikarinn spilar hraðar á bassann en flestir gítarleikarar semm ég hef heyrt í.

Það er ljóst, að ég hlustaði á gítarleikara í kveld. Ekki gítareigendur. Ég er núna að ákveða hvort ég eigi að brenna gítarinn minn. Hnuss...

Lag dagsins er My guitar wants to kill your mama. Frank Zappa ávallt normal.

mánudagur, október 03, 2005

What a sensitive mess

Þetta var ekkert freistandi, nei-nei.

Ég sá Madagascar í gær. Býsna fjandi fyndin. "I like to move it, move it..." Ali G klikkar ekki.

Á föstudaginn var afmæli hjá Navid, sem er gamall bekkjarbróðir úr diplominu. Ok, kannski ekki svo gamall. Eins og búast mátti við af honum, þá var vel veitt og fullt af fólki mætti á svæðið. Ég var reyndar merkilega spakur og var kominn heim um hálf þrjú. Reyndar versnuðu mál þá aðeins, þar sem hér á ganginum var bullandi partí. Í staðinn fyrir að pirra sig á að geta ekki sofið fyrir látum, ákvað ég að taka þátt. Svosem ágætt. Undir lokin var gítarinn kominn á loft og fólk farið að syngja dönsk dægurlög. Þetta þýddi hins vegar fjandans flensu í gær.

Næasta vika verður tekin í að undirbúa vörnina. Veisla.

Lag dagsins: Madman across the water með Elton John.