miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Are we there yet?

Það er líklegt að Hrönn og Erna eigi eftir að fá nóg af þessari spurningu áður en vikan er liðin.

Það góða er, að þær verða of uppteknar við að njóta lífsins í búðum Köben til að geta böggað til baka.

Svvíít.

Diskur dagsins er Hvar er draumurinn? með Sálinni Hans Jóns Míns. Ég hef verið að fara í gegnum diskasafnið til að missa ekki vitið hangandi hér heima. Síðustu daga hafa íslensku diskarnir verið í spilaranum. Hvar er drauminn var í spilaranum í dag, og sá diskur er tóm snilld.

Minnir mig á er við spiluðum Flagð undir fögru, af sama disk, á einhverri fjölbrautarskemmtun á Króknum. Líklega 1.des skemmtun. Eða var það árshátíð? Allavega var ákveðið að hafa smá söngvakeppni á skemmtuninni. Ein söng þetta lag. Mig minnir að þetta lag sé leiðindatóntegund, og öllum leiddist að spila lagið. Það var þó ekki það versta við þetta kveld.

Einn ónefndur ætlaði að spila Skyttuna sem Bubbi söng um árið. Eftir ótal, og ég meina ótal, tilraunir til að fá drenginn til að byrja á réttum stað (ég ætla ekki einu sinni að tala um hvort viðkomandi hafi sungið "in-key"), þá var ákveðið að Skyttan væri ekki lag fyrir hann. Hann söng Litlu andarungana.

Gúdd tæms.

Lag dagsins er að sjálfsögðu af disk dagsins: Salt í sárin. Klikkar ekki.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

I'm waiting for my real life to begin

Það er gott að sjá að Bjössi er kominn í gang með linkana aftur. Ég get tekið undir að fólk var farið að sakna þeirra.

Hins vegar verð ég að taka fyrir kvörtun Óla Arnars um að menn kommenti í hans nafni. Þar sem ég er þekktur fyrir að vera sanngjarn í alla staði og óhlutdrægur, þá dæmi ég. (Fyrir utan að eiga síðuna...)

Eftir að hafa skoðað sönnunargögn, þá er Arinbjern hinn Úngi dæmdr í seytján tíma þrælkunarvinnu fyrir að feika komment á síðunni. Þykir þetta afar ódeingilega gert, og vonum vér að aldreigi gérist þetta áftur.

Aaaa...Gaman að detta í dómarsætið.

Á móti verða öll net-test sem gera mig að Hússein ómerk, og því þýðir ekki að koma hingað með eitthvað Einstein-röfl. Lokasvar.

Spurning dagsins er: Getur einhver (án þess að leita á netinu) sagt mér hvað 6-4-3 double play er?

Ég er með eigin veðbanka í gangi. Sénsinn að einhver á DTU vinni...

föstudagur, ágúst 26, 2005

some inner thruth or vast reflection

Now if you had to ask me about a contract, you know, if it'd have gotten done earlier, I'd have said, OK, fine. But now, what I want to do is go back to the square root of one and try and improve and prove to the rest of the NFL that 'hey man, this kid is really good. He just wasn't coming off one year.

What? Hvaðan kom þessi rót inní málið? Meiriháttar þegar menn eru að slá um sig með frösum sem þeir ráða ekki við.

NB. Það hefur udvida aldrei gerst í dalnum.

Lag dagsins er Sunny Afternoon með Kinks.

I'm on a roll

Stal þessu frá Begga:

"Nothing will work unless you do."
-Maya Angelou

Jamm. Það mætti líka breyta þessu í "Nothing will work unless you make it." Það á stundum við.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Miracle man

Hmmmm....

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

I'm not angry

Það virðist hafa verið almenn ánægja með póstinn minn í gær. Eða þannig. Fólki virðist ég hafa farið frammúr öllu nörda-hófi.

Nú er byrjuð vinna við einfalt módel af svökölluðu logarithmic spiral antenna. Þetta ákveðna loftnet var notað við rannskóknir á ground-penetrating radar sem var svo notaður við að leita að jarðsprengjum.



Ef þetta gengur vel, er stefnan að gera módelið öllu nákvæmara. Það verður þó að viðurkennast að tíminn er að verða knappur. Meiriháttar spennandi.

Lag dagsins er Davy's on the road again með Manfred Mann's Earth Band. Gott ef að Herramenn spiluðu þetta lag ekki grimmt á böllum hér áður fyrr. Einnig gaman að geta þess að þetta lag er eftir Robbie Robertson úr The Band.

God shuffled his feet

"I got cast because I did a good job. I was the actress they wanted. They didn't hire me cause they thought, 'Oh, you're hot.'" -- Jessica Alba explaining why she was cast for the role of a scantily-clad stripper in "Sin City"

Uuuu....I beg to differ.

mánudagur, ágúst 22, 2005

The model of nervous words

Loksins, loksins. Eitthvað að ganga upp hjá mér í verkefninu. Það var kominn tími á það. Það lítur í fljótheitum út fyrir að Matlab hafi ekki ráðið við að heilda föllin sem ég er að nota. Það varð svo til þess að skila vitlausum niðurstöðum vinstri og hægri. Með því að skrifa mitt eigið fall fóru loks niðurstöður að passa. Ótrúlegt að hafa eytt öllum þessum tíma í að leita að villum í eigin kóða og fræðum, en svo er það kommörsjal forritið sem klikkar. Það er ljóst að þetta verður skoðað betur þegar tími gefst til.

Lag dagsins er Sleeping my day away með DAD. Ágætt alveg.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Nú, jæja...

"I felt like the 'P' was coming between me and my fans. We had to simplify it. It was, you know, during concerts and half the crowd saying 'P. Diddy" and half the crowd chanting 'Diddy.' Now everybody can just chant 'Diddy.'"

-- Rapper Sean Combs explaining why he now wants to be called "Diddy" instead of "P. Diddy"

Gú-gúú...

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

God save the queen

Var að koma af Parken. Fyrri hálfleikur einhver sá súrasti sem ég hef séð lengi, en sá seinni bætti heldur betur fyrir það. Fimm mörk í seinni. En mikið svakalega voru Englendingarnir slakir. Eins og sá sem sat við hliðina á mér um Beckham: "He's a bit of a wanker". Ollrætí þenn.

Maður leiksins: Gravesen. Maður skilur kannski betur núna af hverju Madrid keypti hann. Gerrard og Lampard áttu ekki roð í hann og Poulsen á miðjunnni.

Eitt var það sem mér fannst miður góð latína. Að fara á landsleik í fótbolta og þegar maður kemur heim er meiri reykingalykt af fötum manns en eftir góð bæjarferð. Halló??? Og menn voru alls ekki bara að reykja tóbak.

Eins og Steinríkur sagði: "Rómverjar eru klikk".

Turn my head

Nei, hættu nú alveg. Annaðhvort er þetta próf býsna illa samið, eða ég hef logið hressilega í svöruninni.



Hnusss!!!

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Where is the harmony, sweet harmony?

Áðan í útvarpinu, heyrði ég lag...

Lagið var Angels með Robbie Williams. Þetta væri ekki í frásögur færandi, nema að þetta fjandans lag minnir mig alltaf á stubbinn á Sams-bar. Í þessi örfáu skipti sem við Bjössi kíktum þarna við (hóst, hóst), þá var þessi kappi alltaf þarna. Á endanum á barnum með drykk, og söng svo alltaf sömu lögin. Robbie Williams virtist vera í miklu uppáhaldi hjá honum, því hann söng venjulega allt sem til var með honum. Okkur þótti hann ekki kúl.

Það má svo ræða það hvort að einhver sem viðurkennir að hafa stundað Sams-bar hefur yfir höfuð efni á að ræða hvað er kúl.

Talandi um Sams-bar, þá kenni ég Adda um að hafa komið þeirri óheillaþróun af stað að borgað sé undir borðið til að syngja.

Annars ætla ég að líta uppúr leiðindunum á morgun og gerast fótboltabulla. Þar sem Beggi hoppaði heim í flýti, þá neyðist ég til að fara með Gunna og Fernando á Danmörk-England í Parken. Ó,jæja. Við ætlum að leita uppi enska og kenna þeim að syngja : "You're just a small town in Sweden". Gæti orðið gott rokk.

Lag dagsins er Sail Away með Deep Purple. Mátulega múddí.

laugardagur, ágúst 13, 2005

There'll be no compromise today

Langskapversti drengurinn í dalnum í gær. Úff, þvílíkur dagur. Ekki nóg með að hlutir sem ekki hafa virkað hingað til gengu ekki upp, þá fóru partar sem hafa virkað fínt til helvítis. Svona tímabundið, allavega. Langt síðan pirringurinn hefur náð þessu stigi.

Ég held að ég hafi þó loks náð að finna hvar böggið er í kóðanum. Nú er bara að laga það. "...BARA að laga..." Ræt...

Kíkti til Bruno og Ditte í gær, þar sem fullt af fólki hafði verið í mat. Fínt að hitta liðið aftur. Fólk bara hresst, og svei mér ef maður var ekki mun ferskari að takast á við verkefnið eftir að hafa kíkt út.

Lag dagsins er Out of the Sinking með fýlurokkaranum Paul Weller.

föstudagur, ágúst 12, 2005

In the morning you go gunning

Mikill fjári. Sá Austin Powers tvö í kvöld. Ég var búinn að gleyma öllum smá-djókunum. Mikið fjandi er myndin fyndin. Og Heather Graham er virkilega underrated. Ekki spurning.

Annars gleðiefni að fyrsti pre-seasonleikurinn hjá Green Bay Packers er í kvöld, svo að maður getur farið að eyða sunnudagskvöldunum í að hlusta á þriggja tíma (amerískar)fótboltalýsingar á netinu. Gúdd tæms.

Ég er búinn að vera að fara í gegnum vektorareiknina og villuleitun á kóða síðustu daga. Til að gera langa sögu stutta, þá var skapið að fara til helvítis í gær. Maður kominn í sjöþúsund hringi í kringum sjálfann sig. Ég átti hins vegar fund með leiðbeinandanum í dag, og það var strax í áttina að vera bent á að helmingurinn sem ég taldi vitlausann var réttur. Ó, vell. Og ég sem taldi mig nú vera orðinn nokkuð sjóaðann í hnitakerfum og þeta og fí og þessháttar. Hnuss.

Leitin að villunni heldur samt áfram. Skapið þó öllu betra. Ég er búinn að sitja uppí tölvuveri með Ernu og Hrönn. Þær eru að skila um mánaðarmótin og maður reynir að halda húmornum uppi. Gengur vel, ef ég segi frá. Látum vera að spyrja þær.

Vegna húmors síðustu daga, þá er lag dagsin Do it again með Steely Dan. Bæði lag og flytjandi passa fullkomlega.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Button my lip

Til hamingju með það! Bestu kveðjur frá Statler. Eða var það Waldorf?

Fjandans vesen sem ég er í. Mér er vita ómögulegt að ná myndunum úr símanum og inná tölvuna. Þetta er hið versta mál, þar sem ég ætlaði að setja myndasyrpuna "Dagur í lífi DTU-nemans" hér inn. Það verður sumsé bið á því.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Ace of Spades

Það gat nú verið.

Það er ekki frá miklu að segja þessa dagana. Maður situr sveittur við tölvurnar að reyna að fá einhvern botn í verkefnið. Það gengur upp og niður. Held að ég sé samt ansi nærri að fá þetta allt til að virka rétt. Kominn tími á það.

sunnudagur, ágúst 07, 2005

And the waiter at the restaurant sets a table just for one

Lag dagsins er hið ferska lag Roses með suðurríkjarappbandinu Outkast. Snilldartexti.

I know you'd like to thank your shit don't stank
But lean a little bit closer
See that roses really smell like poo-oo-ooo
Yeah, roses really smell like poo-oo-ooo.

Það held ég nú!

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

The cradle is soft and warm

Meiriháttar.

Döh!

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Stop!

Aaaa...Íþróttamenn. Klikka ekki mikið:

"The sun has been there for 500, 600 years ... "
-- Mets outfielder Mike Cameron, after teammate Carlos Beltran lost a ball in the sun against the Dodgers

"If you throw at someone's head, it's very dangerous, because in the head is the brain." -- Pudge Rodriguez to AM 1270 WXYT in Detroit.

(Tekið af ESPN.com)

Þvílíkir kjarneðlisfræðingar.

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Any time at all

Tónleikarnir í gær voru frábærir. Fyrra upphitunarbandið traust. Það seinna ekkert sem heillaði mig. U2 komu svo, sáu og sigruðu.

Veðrið var ekki alveg að rokka. Það hellirigndi svo, að ég hef varla lent í öðru eins. En þegar maður var orðinn blautur í gegn, þá var þetta svosem allt í lagi. Bjó kannski til smá öðruvísi stemmingu en annars hefði verið. Maður smellti af nokkrum myndum. Því miður eyðilagði rigningin möguleikann á frekari myndatöku.



Beggi sýnir miðann.


Gunni ferskur í röðinni.


Sviðið.


Uuuu..?


Gunni og co.


Kemur á óvart.


Allt að verða klárt.

mánudagur, ágúst 01, 2005

I close the water around me

Þessi lög voru spiluð í kveld:


VERTIGO

I WILL FOLLOW

THE ELECTRIC CO.

ELEVATION

NEW YEAR'S DAY

BEAUTIFUL DAY

I STILL HAVEN'T FOUND WHAT I'M LOOKING FOR

ALL I WANT IS YOU

CITY OF BLINDING LIGHTS

MIRACLE DRUG

SOMETIMES YOU CAN'T MAKE IT ON YOUR OWN

LOVE AND PEACE OR ELSE

SUNDAY BLOODY SUNDAY

BULLET THE BLUE SKY

MISS SARAJEVO

PRIDE (IN THE NAME OF LOVE)

WHERE THE STREETS HAVE NO NAME

ONE

Extra:

ZOO STATION (inkl. SINGIN' IN THE RAIN)

THE FLY

WITH OR WITHOUT YOU

ALL BECAUSE OF YOU

YAHWEH

VERTIGO


Ég veit ekki hvað maður á annað að segja.

That's it.