sunnudagur, ágúst 28, 2005

I'm waiting for my real life to begin

Það er gott að sjá að Bjössi er kominn í gang með linkana aftur. Ég get tekið undir að fólk var farið að sakna þeirra.

Hins vegar verð ég að taka fyrir kvörtun Óla Arnars um að menn kommenti í hans nafni. Þar sem ég er þekktur fyrir að vera sanngjarn í alla staði og óhlutdrægur, þá dæmi ég. (Fyrir utan að eiga síðuna...)

Eftir að hafa skoðað sönnunargögn, þá er Arinbjern hinn Úngi dæmdr í seytján tíma þrælkunarvinnu fyrir að feika komment á síðunni. Þykir þetta afar ódeingilega gert, og vonum vér að aldreigi gérist þetta áftur.

Aaaa...Gaman að detta í dómarsætið.

Á móti verða öll net-test sem gera mig að Hússein ómerk, og því þýðir ekki að koma hingað með eitthvað Einstein-röfl. Lokasvar.

Spurning dagsins er: Getur einhver (án þess að leita á netinu) sagt mér hvað 6-4-3 double play er?

Ég er með eigin veðbanka í gangi. Sénsinn að einhver á DTU vinni...