miðvikudagur, ágúst 17, 2005

God save the queen

Var að koma af Parken. Fyrri hálfleikur einhver sá súrasti sem ég hef séð lengi, en sá seinni bætti heldur betur fyrir það. Fimm mörk í seinni. En mikið svakalega voru Englendingarnir slakir. Eins og sá sem sat við hliðina á mér um Beckham: "He's a bit of a wanker". Ollrætí þenn.

Maður leiksins: Gravesen. Maður skilur kannski betur núna af hverju Madrid keypti hann. Gerrard og Lampard áttu ekki roð í hann og Poulsen á miðjunnni.

Eitt var það sem mér fannst miður góð latína. Að fara á landsleik í fótbolta og þegar maður kemur heim er meiri reykingalykt af fötum manns en eftir góð bæjarferð. Halló??? Og menn voru alls ekki bara að reykja tóbak.

Eins og Steinríkur sagði: "Rómverjar eru klikk".