þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Any time at all

Tónleikarnir í gær voru frábærir. Fyrra upphitunarbandið traust. Það seinna ekkert sem heillaði mig. U2 komu svo, sáu og sigruðu.

Veðrið var ekki alveg að rokka. Það hellirigndi svo, að ég hef varla lent í öðru eins. En þegar maður var orðinn blautur í gegn, þá var þetta svosem allt í lagi. Bjó kannski til smá öðruvísi stemmingu en annars hefði verið. Maður smellti af nokkrum myndum. Því miður eyðilagði rigningin möguleikann á frekari myndatöku.



Beggi sýnir miðann.


Gunni ferskur í röðinni.


Sviðið.


Uuuu..?


Gunni og co.


Kemur á óvart.


Allt að verða klárt.