föstudagur, júlí 15, 2005

The brim of my hat

Ég skrapp á Kaffi Krók með Óskari og Fjölni í gær. Nokkrar ágætis sögur sem flugu þar.

Náði að fara annann hring uppá golfvelli í dag. Í brakandi blíðu stungum við Eiður Baldurs okkur á milli keppenda í einhverju móti. Drævin voru þvílíkt mögnuð, en sama verður ekki sagt um púttin. Og því var skorið ekki merkilegt, frekar en venjulega. En fjandi gaman að venju.

Ég hafði það líka af að læra í dag. Það endaði hinsvegar ekki með neinu nothæfu, og því hef ég ákveðið að leggja verkefnið á ís frammyfir helgi.

Lagið á heilanum er Maybe Tomorrow með Stereophonics.