mánudagur, júlí 04, 2005

I´m half the man I used to be

Brakandi blíða í Köben. Og djasshátíðin í fullum gangi. Verst hvað ég er lítið fyrir djassinn. Og þó, hátíðin tekur þá ekki tíma frá lærdómnum.

Bjössi stoppaði hér í síðustu viku, á leiðinni heim frá Brussel, minnir mig. Við ákváðum að sleppa að kíkja á Roskilde-hátíðina en fórum þess í stað á Sams-bar. Fórum á kostum, engin spurning um það.

Það er mikið búið að ræða um Live 8 síðustu daga. Ekki skrýtið, þar sem þetta var þvílík uppákoma. Ég sá part af þessu á netinu, og í það heila fannst mér þetta fínt. Ég verð þó að segja, að sumir hefðu aðeins mátt sprauta sig niður í klisjunum og frösunum. Maður fékk stundum á tilfinninguna að verið væri að reyna að krækja í óskarinn í beinni. Þetta er vissulega frábært framtak, og vonandi verður þetta til að hjálpa fátækum í Afríku á einhvern hátt. Einhvern veginn hef ég þó takmarkaða trú á að svo verði. Vonum að ég hafi rangt fyrir mér þar.

Þessa dagana er ég að búa til módel af svokölluðu "logarithmic spiral antenna". Reyndar frekar einfalt módel, en eitthvað sem prófessorinn minn er þvílíkt spenntur fyrir. Ef ég fæ niðurstöður úr því sem eitthvert vit er í, þá hefst úrvinnsla á þeim og svo fínpússun á forritinu sem ég er að skrifa. Gaman, gaman...