sunnudagur, júlí 31, 2005

Achtung Baby!

Ég þvældist í gegnum Armageddon í kvöld. Á sínum tíma fannst mér myndin svona þolanleg. Auðvitað algjört krapp, en ágætisskemmtun meðan á stóð.

Í þetta skiptið lá við að maður yrði reiður yfir klisjunum og ruglinu. Kvikmyndahandbók Boggs gefur fimm hauskúpur. Hnuss og svei.

Mun betra efni var DVD tónleikadiskur sem mér áskotnaðist. Þar spiluðu live þeir Joe Satriani, Steve Vai (sem verður með tónleika í Köben í október), og Yngwie J. Malmsteen. Það var reyndar fyndið á sjá þann síðasttalda. Ég hef ekki séð myndir af honum í, svona 15 ár í það minnsta, og kallinn hefur notað tímann vel til að bæta á sig. Hann er samt enn í 80's metal átfittinu. Sem þótti ekkert sérstaklega kúl þá, hvað þá núna. Leg-kikkið var heldur ekki að gera sig.

Hvað um það, þetta eru allir gítarleikarar, en ekki bara gítareigendur. Mér fannst Malmsteen reyndar minnst skemmtilegur, og Vai er alltaf svolítið "out there", meira segja fyrir instrumental rafmagnsgítarleik. Samt alltaf gaman að sjá Vai spila, og stefnan verður að sjálfsögðu að fara á konsertinn hjá honum. Satriani finnst mér alltaf gríðarskemmtilegur. Þarf að skoða að finna tónleika með honum.

Mæting í Parken klukkan 17. Langur dagur frammundan.