Where is the harmony, sweet harmony?
Áðan í útvarpinu, heyrði ég lag...
Lagið var Angels með Robbie Williams. Þetta væri ekki í frásögur færandi, nema að þetta fjandans lag minnir mig alltaf á stubbinn á Sams-bar. Í þessi örfáu skipti sem við Bjössi kíktum þarna við (hóst, hóst), þá var þessi kappi alltaf þarna. Á endanum á barnum með drykk, og söng svo alltaf sömu lögin. Robbie Williams virtist vera í miklu uppáhaldi hjá honum, því hann söng venjulega allt sem til var með honum. Okkur þótti hann ekki kúl.
Það má svo ræða það hvort að einhver sem viðurkennir að hafa stundað Sams-bar hefur yfir höfuð efni á að ræða hvað er kúl.
Talandi um Sams-bar, þá kenni ég Adda um að hafa komið þeirri óheillaþróun af stað að borgað sé undir borðið til að syngja.
Annars ætla ég að líta uppúr leiðindunum á morgun og gerast fótboltabulla. Þar sem Beggi hoppaði heim í flýti, þá neyðist ég til að fara með Gunna og Fernando á Danmörk-England í Parken. Ó,jæja. Við ætlum að leita uppi enska og kenna þeim að syngja : "You're just a small town in Sweden". Gæti orðið gott rokk.
Lag dagsins er Sail Away með Deep Purple. Mátulega múddí.
<< Home