In the morning you go gunning
Mikill fjári. Sá Austin Powers tvö í kvöld. Ég var búinn að gleyma öllum smá-djókunum. Mikið fjandi er myndin fyndin. Og Heather Graham er virkilega underrated. Ekki spurning.
Annars gleðiefni að fyrsti pre-seasonleikurinn hjá Green Bay Packers er í kvöld, svo að maður getur farið að eyða sunnudagskvöldunum í að hlusta á þriggja tíma (amerískar)fótboltalýsingar á netinu. Gúdd tæms.
Ég er búinn að vera að fara í gegnum vektorareiknina og villuleitun á kóða síðustu daga. Til að gera langa sögu stutta, þá var skapið að fara til helvítis í gær. Maður kominn í sjöþúsund hringi í kringum sjálfann sig. Ég átti hins vegar fund með leiðbeinandanum í dag, og það var strax í áttina að vera bent á að helmingurinn sem ég taldi vitlausann var réttur. Ó, vell. Og ég sem taldi mig nú vera orðinn nokkuð sjóaðann í hnitakerfum og þeta og fí og þessháttar. Hnuss.
Leitin að villunni heldur samt áfram. Skapið þó öllu betra. Ég er búinn að sitja uppí tölvuveri með Ernu og Hrönn. Þær eru að skila um mánaðarmótin og maður reynir að halda húmornum uppi. Gengur vel, ef ég segi frá. Látum vera að spyrja þær.
Vegna húmors síðustu daga, þá er lag dagsin Do it again með Steely Dan. Bæði lag og flytjandi passa fullkomlega.
<< Home