þriðjudagur, ágúst 23, 2005

I'm not angry

Það virðist hafa verið almenn ánægja með póstinn minn í gær. Eða þannig. Fólki virðist ég hafa farið frammúr öllu nörda-hófi.

Nú er byrjuð vinna við einfalt módel af svökölluðu logarithmic spiral antenna. Þetta ákveðna loftnet var notað við rannskóknir á ground-penetrating radar sem var svo notaður við að leita að jarðsprengjum.



Ef þetta gengur vel, er stefnan að gera módelið öllu nákvæmara. Það verður þó að viðurkennast að tíminn er að verða knappur. Meiriháttar spennandi.

Lag dagsins er Davy's on the road again með Manfred Mann's Earth Band. Gott ef að Herramenn spiluðu þetta lag ekki grimmt á böllum hér áður fyrr. Einnig gaman að geta þess að þetta lag er eftir Robbie Robertson úr The Band.