miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Are we there yet?

Það er líklegt að Hrönn og Erna eigi eftir að fá nóg af þessari spurningu áður en vikan er liðin.

Það góða er, að þær verða of uppteknar við að njóta lífsins í búðum Köben til að geta böggað til baka.

Svvíít.

Diskur dagsins er Hvar er draumurinn? með Sálinni Hans Jóns Míns. Ég hef verið að fara í gegnum diskasafnið til að missa ekki vitið hangandi hér heima. Síðustu daga hafa íslensku diskarnir verið í spilaranum. Hvar er drauminn var í spilaranum í dag, og sá diskur er tóm snilld.

Minnir mig á er við spiluðum Flagð undir fögru, af sama disk, á einhverri fjölbrautarskemmtun á Króknum. Líklega 1.des skemmtun. Eða var það árshátíð? Allavega var ákveðið að hafa smá söngvakeppni á skemmtuninni. Ein söng þetta lag. Mig minnir að þetta lag sé leiðindatóntegund, og öllum leiddist að spila lagið. Það var þó ekki það versta við þetta kveld.

Einn ónefndur ætlaði að spila Skyttuna sem Bubbi söng um árið. Eftir ótal, og ég meina ótal, tilraunir til að fá drenginn til að byrja á réttum stað (ég ætla ekki einu sinni að tala um hvort viðkomandi hafi sungið "in-key"), þá var ákveðið að Skyttan væri ekki lag fyrir hann. Hann söng Litlu andarungana.

Gúdd tæms.

Lag dagsins er að sjálfsögðu af disk dagsins: Salt í sárin. Klikkar ekki.