Mér datt það snjallræði í hug að halda running-diary yfir eurovision forkeppnina. Reyndar vel stolið fyrirkomulag, en sjáum hvað kemur úr því.
21:07 - Austurríki: Eruði að grínast? (Eitthvað held ég að þetta eigi eftir að koma fyrir aftur...) Einhver kúbönsk snúlla blönduð við jóðl. Jakk.
Litháen: Myndarstelpa að syngja. En hver hleypti hinum lítháenska Fabíó á gítarinn? Óttalega leim þegar maður fær á tilfinninguna að hljófæraleikararnir eyði meiri tíma í steraát og lyftingar en að spila.
Portúgal: Það varð nokkur hneykslun í mötuneytinu í dag, þegar Fernando sagðist ekki fylgjast með keppninni. Nú þegar ég sé þessa 2005 útgáfu af dörtí-dansíng lagi, þá skil ég hann vel.
Við erum komin í þriðja lag, og ekkert lagið að gera góða hluti.
21:19 - Moldova: Hvað er með Bob Marley hreiminn? Og lag sem hefur Poo-poo í textanum hlýtur að skora vel. Mæ god...Á jákvæðu nótunum kom gítarleikarinn með svipuð múv og bassaleikarinn í Metallica.
Lettland: Hmmm...Byrjaði ekki illa. En um miðbik lagsins fór allt til helvítis. Bæði lagið og sviðsframkoman. Ó vell. Og Golden State er með leikmann frá Lettlandi, þannig að við gefum Lettlandi allavega plús fyrir það.
21:26 - Monaco: Þvílík snúlla! En hver syngur á frönsku? Ókei, Frakkar. En lagið er hvort eð ekkert sjut-em. Á íþróttanótunum þá þjálfaði Wenger Mónakkó, þannig að plús fyrir það.
Ísrael: Ó bójí...Hef strax áhyggjur, áður en ég heyri lagið. Æi, ókei. Þetta er kannski ekki svo slæmt. Ekki það versta hingað til. Og gullfalleg stelpa sem syngur. Maður veit samt ekki með þessar "stelpur" sem ísraelarnir senda...
21:34 - Hvíta Rússland: Anastasía þeirra Hvít-Rússa. Hvorki betra né verr en krappið sem maður heyrir í útvarpinu núorðið. Nei, fjandinn. Hún týndi bæði kjólnum og tóneyranu undir lokin.
Smá innskot. Maður missir öll sín rokkstig ef maður sendir sms til að greiða atkvæði. Það er lokasvar.
Holland: Damn, það er rétt sem þulurinn segir. Hollenska söngkonan gæti fjandakornið verið Withney Houston áður en hún datt í dópið. Og þó. Kannski meira systirin sem var ekki alveg jafn talented. Súrt lag.
Ísland: Jæja. Selma Björns. Ætli ég verði ekki dipló, og segi að þetta er ekki músík sem fer í minn spilara. Samt smá Britney stíll yfir millikaflanum. Sem er auðvitað jákvætt.
Belgía: Nei...Hinn Belgíski Húlíó? Þetta lag fær mínus í kladdann. Svei mér þá ef ég heyri ekki smá parta af My Way í þessu. Hvað myndi Paul Anka segja?
21:51 - Eistland: Hvað er með plötuspilarana fyrir framan stelpurnar? Meiriháttar leim. Nei, nei. Þetta er ekkert Spice-girls legt. Samt er eitthvað sem skemmtilega í taugarnar á mér við þetta lag. Það er líka hækkun í laginu, sem er ávallt vænlegt til árangurs, eins og Sálin getur skrifað uppá.
Noregur: Ég er búinn að hlakka töluvert til að heyra þetta lag. Hard rokk í fyrsta sinn. Sjáum til...Ahahaha...Who let the 80's in? Eruði að grínast? Ef þetta lag vinnur ekki, þá er það mesti skandall tónlistarsögunar. Ég er eiginlega kjaftstopp. Hey, lagið er líka með hækkun. Just saying.
Rúmenía: Æii, ég veit ekki.
Úngverjaland: Ég missti af þessu lagi, þar sem pabbi hringdi í mig til að spyrja mig hvað mér finndist hingað til í keppninni. Eða þannig.
Finnland: Týpískt "R&B" bojí-band lag. Hálf-súrt.
Makedónía: Alexander mikli kom frá Makedóníu. Iron Madien sungu um hann ágætt lag. Það er í það minnsta mun betra en þetta lag. Og einn félagi minn í körfunni er gifur konu frá Makedóníu. Eins og sjá má hef ég ekkert gott um þetta lag að segja.
22:18 - Andorra: Ég er við það að detta í þunglyndiskast yfir tónlistinni. Held að ég neyðist til að rúlla í gegnum Ozzy Osbourne safnið áður en ég fer að sofa.
Og svo er kannski rétt að koma því hér að, að ef að menn hefðu sent Geirmund í keppnina, þá værum við búin að halda þessa keppni heima á Íslandi fyrir löngu. Ef Bassi kom lagi í fjórða sæti, þá hefði Geiri pottþétt tekið titilinn.
Sviss: Hmmm....Svoldið þungir tónar. Ekki alveg sama dæmið og norsararnir, en samt nær alvöru músík en mest af þessu krappi. Mega rokkstig fyrir að vera með Marshall magnara á sviðinu. Þau rokkstig hurfu þegar trommarinn var sýndur að beygja sig eftir kjuðanum niður við bassatrommuna. Duh!
Króatía: Calling Petr Jelic, calling Petr Jelic. Ingvar vill heyra í þér. Ef ég heyrði byrjunina á þessu lagi svona 3-4 í viðbót er ég viss um að ég fattaði hvaðan hún er stolin. Ég held að ég komi ekki til að heyra þetta lag 3-4 sinnum í viðbót.
Og ofnotuðustu hljóðfæri kvöldsins eru pottþétt risatrommur barðar af alltof áhugasömum náungum.
Búlgaría: Fannst þeir byrja ágætlega. En svo kom viðlagið, og þráðurinn tapastist.
Það er ekki hægt að segja að lögin hingað til fái gríðarlega jákvæða umfjöllun hjá mér. Ó, só vott.
22:32 - Írland. Frændur okkar Írar. Round Ireland with a fridge. Held soldið með þeim. En ekki útaf þessu hræðilega lagi þeirra. Bloddí hell. Hvernig getur þetta komið frá sama landi og U2 og Van Morrison? Ó lúkk, það er meira segja steppdans. Ye, gods.
Slóvenía: Tja...I'm thinking NO. Fallegur endir á laginu. Minnir mig á dvd-inn sem ég á eftir að leigja.
Danmörk: OK. Hvað er með rappara-handahreyfingarnar? Og alveg rólegir með danssporin. Danski þulurinn var á því að þetta hafi gengið vel. Ókei...
Pólland: Minnir mig eilítið á geðbiluðu harmonikkuleikarana á Gold-Prag veitingastaðnum um síðustu helgi. Hvað er málið að vera með tvo harmonikkuleikara á veitingastað sem er kannski 40 fermetrar? Maður stóð sig að því að tyggja í takt við kappakstursmúsíkina vegna hávaða. Mjög undarleg upplifun.
Og þá er það loks yfirstaðið. Ég held að ég láti vera að halda þessu rugli áfram yfir stigagjöfinni.