mánudagur, maí 23, 2005

Immune to the whole affair

Síðustu 3 árin hef ég stórt séð eingöngu tekið fög tengd rafsegulfræði sem valfög. Og sé alls ekki eftir því. Ótrúlega spennandi, þó að ég viðurkenni fúslega að á köflum er þetta algjört torf.

Núna er þó þannig komið í verkefninu hjá mér, að ég vildi að ég hefði skammast til að taka svo sem einn grunnkúrs í hugbúnaðarhönnun. Svosem óvíst að það myndi hjálpa núna, en þá hefði ég allavega minni ástæðu til að nöldra yfir því að vita ekki hvað snýr upp og niður í kóðanum hjá mér. Ó vell...Þetta hefst allt á endanum. Það verður aftur á móti meiri háttar sniðugt að sjá ef einhver fær þennan kóða seinna meir til að vinna með. Ég gef þeim sama tvær vikur og svo klepp.

Ég vissi að veðrið hér væri að fara að batna. Reyndar kominn tími til. Hlýtt og mollulegt í dag. Ég hef stóra trú á að nú sé loksins sumarið komið.

Lag dagsins er Not where it's at með Del Amitri

sunnudagur, maí 22, 2005

The problem is all inside your head

Arsenal 5 - Man.Utd. 4.

Aldrei spurning.

Við kíktum í tívoli á föstudagskvöld. Hlustuðum á Kiru and the Kindred Spirits. Þrælfín tónlist, en veðrið var hálfsúrt, þannig að ég enntist ekki alla tónleikana.

Klikkaði reyndar á Júróvisjón-partíinu í gær. Er ferskari núna fyrir vikið.

Lag dagsins er Losing you með Kiru.

föstudagur, maí 20, 2005

It's needle time

Hmmm.

Var slæmt undirlag á sviðinu fyrir söngkonu í Fylkisbúningi?

fimmtudagur, maí 19, 2005

Jakk

Mér datt það snjallræði í hug að halda running-diary yfir eurovision forkeppnina. Reyndar vel stolið fyrirkomulag, en sjáum hvað kemur úr því.

21:07 - Austurríki: Eruði að grínast? (Eitthvað held ég að þetta eigi eftir að koma fyrir aftur...) Einhver kúbönsk snúlla blönduð við jóðl. Jakk.

Litháen: Myndarstelpa að syngja. En hver hleypti hinum lítháenska Fabíó á gítarinn? Óttalega leim þegar maður fær á tilfinninguna að hljófæraleikararnir eyði meiri tíma í steraát og lyftingar en að spila.

Portúgal: Það varð nokkur hneykslun í mötuneytinu í dag, þegar Fernando sagðist ekki fylgjast með keppninni. Nú þegar ég sé þessa 2005 útgáfu af dörtí-dansíng lagi, þá skil ég hann vel.

Við erum komin í þriðja lag, og ekkert lagið að gera góða hluti.

21:19 - Moldova: Hvað er með Bob Marley hreiminn? Og lag sem hefur Poo-poo í textanum hlýtur að skora vel. Mæ god...Á jákvæðu nótunum kom gítarleikarinn með svipuð múv og bassaleikarinn í Metallica.

Lettland: Hmmm...Byrjaði ekki illa. En um miðbik lagsins fór allt til helvítis. Bæði lagið og sviðsframkoman. Ó vell. Og Golden State er með leikmann frá Lettlandi, þannig að við gefum Lettlandi allavega plús fyrir það.

21:26 - Monaco: Þvílík snúlla! En hver syngur á frönsku? Ókei, Frakkar. En lagið er hvort eð ekkert sjut-em. Á íþróttanótunum þá þjálfaði Wenger Mónakkó, þannig að plús fyrir það.

Ísrael: Ó bójí...Hef strax áhyggjur, áður en ég heyri lagið. Æi, ókei. Þetta er kannski ekki svo slæmt. Ekki það versta hingað til. Og gullfalleg stelpa sem syngur. Maður veit samt ekki með þessar "stelpur" sem ísraelarnir senda...

21:34 - Hvíta Rússland: Anastasía þeirra Hvít-Rússa. Hvorki betra né verr en krappið sem maður heyrir í útvarpinu núorðið. Nei, fjandinn. Hún týndi bæði kjólnum og tóneyranu undir lokin.

Smá innskot. Maður missir öll sín rokkstig ef maður sendir sms til að greiða atkvæði. Það er lokasvar.

Holland: Damn, það er rétt sem þulurinn segir. Hollenska söngkonan gæti fjandakornið verið Withney Houston áður en hún datt í dópið. Og þó. Kannski meira systirin sem var ekki alveg jafn talented. Súrt lag.

Ísland: Jæja. Selma Björns. Ætli ég verði ekki dipló, og segi að þetta er ekki músík sem fer í minn spilara. Samt smá Britney stíll yfir millikaflanum. Sem er auðvitað jákvætt.

Belgía: Nei...Hinn Belgíski Húlíó? Þetta lag fær mínus í kladdann. Svei mér þá ef ég heyri ekki smá parta af My Way í þessu. Hvað myndi Paul Anka segja?

21:51 - Eistland: Hvað er með plötuspilarana fyrir framan stelpurnar? Meiriháttar leim. Nei, nei. Þetta er ekkert Spice-girls legt. Samt er eitthvað sem skemmtilega í taugarnar á mér við þetta lag. Það er líka hækkun í laginu, sem er ávallt vænlegt til árangurs, eins og Sálin getur skrifað uppá.

Noregur: Ég er búinn að hlakka töluvert til að heyra þetta lag. Hard rokk í fyrsta sinn. Sjáum til...Ahahaha...Who let the 80's in? Eruði að grínast? Ef þetta lag vinnur ekki, þá er það mesti skandall tónlistarsögunar. Ég er eiginlega kjaftstopp. Hey, lagið er líka með hækkun. Just saying.

Rúmenía: Æii, ég veit ekki.

Úngverjaland: Ég missti af þessu lagi, þar sem pabbi hringdi í mig til að spyrja mig hvað mér finndist hingað til í keppninni. Eða þannig.

Finnland: Týpískt "R&B" bojí-band lag. Hálf-súrt.

Makedónía: Alexander mikli kom frá Makedóníu. Iron Madien sungu um hann ágætt lag. Það er í það minnsta mun betra en þetta lag. Og einn félagi minn í körfunni er gifur konu frá Makedóníu. Eins og sjá má hef ég ekkert gott um þetta lag að segja.

22:18 - Andorra: Ég er við það að detta í þunglyndiskast yfir tónlistinni. Held að ég neyðist til að rúlla í gegnum Ozzy Osbourne safnið áður en ég fer að sofa.

Og svo er kannski rétt að koma því hér að, að ef að menn hefðu sent Geirmund í keppnina, þá værum við búin að halda þessa keppni heima á Íslandi fyrir löngu. Ef Bassi kom lagi í fjórða sæti, þá hefði Geiri pottþétt tekið titilinn.

Sviss: Hmmm....Svoldið þungir tónar. Ekki alveg sama dæmið og norsararnir, en samt nær alvöru músík en mest af þessu krappi. Mega rokkstig fyrir að vera með Marshall magnara á sviðinu. Þau rokkstig hurfu þegar trommarinn var sýndur að beygja sig eftir kjuðanum niður við bassatrommuna. Duh!

Króatía: Calling Petr Jelic, calling Petr Jelic. Ingvar vill heyra í þér. Ef ég heyrði byrjunina á þessu lagi svona 3-4 í viðbót er ég viss um að ég fattaði hvaðan hún er stolin. Ég held að ég komi ekki til að heyra þetta lag 3-4 sinnum í viðbót.

Og ofnotuðustu hljóðfæri kvöldsins eru pottþétt risatrommur barðar af alltof áhugasömum náungum.

Búlgaría: Fannst þeir byrja ágætlega. En svo kom viðlagið, og þráðurinn tapastist.

Það er ekki hægt að segja að lögin hingað til fái gríðarlega jákvæða umfjöllun hjá mér. Ó, só vott.

22:32 - Írland. Frændur okkar Írar. Round Ireland with a fridge. Held soldið með þeim. En ekki útaf þessu hræðilega lagi þeirra. Bloddí hell. Hvernig getur þetta komið frá sama landi og U2 og Van Morrison? Ó lúkk, það er meira segja steppdans. Ye, gods.

Slóvenía: Tja...I'm thinking NO. Fallegur endir á laginu. Minnir mig á dvd-inn sem ég á eftir að leigja.

Danmörk: OK. Hvað er með rappara-handahreyfingarnar? Og alveg rólegir með danssporin. Danski þulurinn var á því að þetta hafi gengið vel. Ókei...

Pólland: Minnir mig eilítið á geðbiluðu harmonikkuleikarana á Gold-Prag veitingastaðnum um síðustu helgi. Hvað er málið að vera með tvo harmonikkuleikara á veitingastað sem er kannski 40 fermetrar? Maður stóð sig að því að tyggja í takt við kappakstursmúsíkina vegna hávaða. Mjög undarleg upplifun.

Og þá er það loks yfirstaðið. Ég held að ég láti vera að halda þessu rugli áfram yfir stigagjöfinni.

End of the movie

Ég sá vikunni útsendingu frá einhverri öldungadeildarnefndar-yfirheyrslu frá kanalandi. Þar var mættur einhver breskur þingmaður, að ég held, til að svara fyrir meintann stuðning sinn við Saddam Hússein og hans kauða. Ég hafði svo sem lítið álit myndað mér á þessum manni fyrirfram, og hef heldur ekki stórar skoðanir á honum enn. Það sem mér fannst þó merkilegast var hverskonar skrípaleikur þetta var. Manni datt svona helst í hug að þessir blessaðir senatorar væru að hreinlega að þessu fyrir myndavélarnar. Það skyldi þó aldrei vera? Nei...

Þeir klikka ekki sumir karakterarnir sem maður hefur spilað körfubolta með í gegnum árin.

Og þetta skýrir auðvitað ýmislegt.

Einmitt, já...

Alveg bráðfyndið að Hilary Swank hefur unnið óskarinn tvisvar þrátt fyrir að hafa leikið í The Next Karate Kid. Hvað klikkaði hjá Ralph Macchio?

miðvikudagur, maí 18, 2005

The best of you

Ég mun velta því fyrir mér frameftir degi, hvort að ég hafi fengið góða og gegna ráðgjöf frá vinkonu minni.

Það er þó auðvitað rétt að minna á að það sem heldur ávallt: I'm an idiot...

mánudagur, maí 16, 2005

Temper, temper...

Nú er ég venjulega tiltölulega afslappaður. Stundum geta þó félagar mínir í körfunni náð að ergja mann allverulega. Það tókst með ágætum í kvöld. Og afraksturinn af því var að ég ákvað að sparka aðeins í hurðina á leiðinni út úr salnum. Það var auðvitað mjög ógáfulegt, þar sem táin á sparkfætinum er ekki enn búin að jafna sig að fullu frá síðasta sparki í sömu hurð. Sem var fyrir fimm árum.

Gábbulegt. Nott.

I'm awake all the time

Aaaa...Ég eyddi gærdeginum í að lesa yfir næstum 100 síðna lokaverkefni í tölvuverkfræði fyrir Fernando. Fjandi mergjað verkefni um öruggt back-up kerfi. En, vá, hvað það getur gengið hægt að lesa efni sem maður hefur ekki fengist við sjálfur.

Sem minnir mig á, að Beggi skuldar mér enn eintak af verkefninu sínu. Hnuss...

Arsenal-Glazer Utd. um næstu helgi. Spurning um að kíkja á leikinn? Nei, engin spurning.

Ég sá í gær upptöku MTV á Foo Fighters tónleikunum sem ég var á í síðustu viku. Reyndar var ekki nema klukkutími sýndur, og satt að segja hefði ég gjarnan vilja sjá nokkur lög til viðbótar. Töluvert af nýju lögunum sýnt. Ekki það að það var ekkert að því sem sýnt var, ég hefði bara viljað hafa þáttinn lengri. Ófyrirgefanlegt að klikka á að sýna skógarferðina hjá Grohl útí áhorfendaskarann. Held að það verði seint leikið eftir.

Lag dagsins er I don't care anymore með Phil Collins. Sem minnir mig á, að sá ágæti maður ætti að reka þann sem hefur hannað plötuumslögin fyrir hann.

föstudagur, maí 13, 2005

What the ****?

Þið eruð að grínast!

fimmtudagur, maí 12, 2005

out of my head she said

Foo Fighters rokkuðu feitt í kvöld. Það verður gaman að sjá þetta á Mtv. Dave Grohl fór á kostum þegar hann tók smá göngutúr í gegnum salinn í miðju lagi.

þriðjudagur, maí 10, 2005

.

Last night I had a dream
You were in it, and I was in it with you
And everyone that I know
And everyone that you know was in my dream
I saw a vampire
I saw a ghost
Everybody scared me but you scared me the most
In the dream I had last night
In the dream I had last night
In my dream

mánudagur, maí 09, 2005

Waiting for Darkness

Það er fjandans haglél úti.

Halló??? Gúgú...

sunnudagur, maí 08, 2005

They call as they becon you on

Nokkuð merkilegt laugardagskvöld.

Fyrst fór ég og sá Red Warzawa á The Rock. Mjög súrrealískt allt. Fólk að boddíslamma og danskt band að syngja þungarokk klæddir einsog fávitar. Ágætis rokk.

Svo fór ég og hitti Bruno, Thomas og Ditturnar þeirra á Hard Rock. Þar duttu nokkrir Long Island Ice Tea. Svo sem hið besta mál. Við enduðum svo á O's eftir að hafa komið við á Sam's bar. Í þetta skiptið var þó viðkoman á Sams bara til að drekka bjór og spila Trivial Pursuit.

Það hefur stundum orðið manni að fjörtjóni (og partíunum sem ég hef verið í), að geta ekki látið eiga sig að taka áskorunum. Án þess að segja mikið meira, þá skoruðum við Bruno á hvorn annan í kvöld. Og nú verðum við að fara að æfa okkur. Ég vona virkilega að við klikkum ekki á þessu.

Ykkur verður öllum boðið.

fimmtudagur, maí 05, 2005

You're fading from my view...

Ég skal viðurkenna að ég væri ekki til í að skipta við bróður minn á tónleikum. Hann að fara á Shadows og ég að fara á Foo Fighters eftir viku. Fyrir 100dkr. Súper díll. Meiriháttar!

Spurning svo hvort að maður skellir sér á Black Label Society. Þar er aðalmaðurinn Zakk Wylde, sá hinn sami og þenur strengi hjá Ozzy Osbourne.

Hér tröllríður umfjöllun um seinna stríð öllu. Síðustu daga hafa verið fjöldi þátta á dönsku sjónvarpsstöðvunum um hernámsárin og allt sem þeim fylgdi. Sá ágætis sjónvarpsmynd þar sem Robert Carlyle lék Hitler. Frekar napurlegt allt.

Annars er fjandi næs að vera kominn bæði með sjónvarp og sófa. Það magnaðasta er kannski að hafa fengið sófa sem passar inná herbergið.

Þessa dagana er ég að fá skemmtilega vitlausar niðurstöður úr öllum keyrslum á forritinu mínu í lokaverkefninu. Eins og vanalega gengur djöfullega að finna vitleysuna. Svosem ekkert nýtt þar. En það sem er hrikalega pirrandi er, að ég hef fengið mjög svipaða vitleysu áður, og auðvitað man ég ekki hvern fjandann ég lagaði í kóðanum þá. Version-Control í góðu lagi á þessum bænum. Í ofanálag tekur hver keyrsla næstum einn og hálfan tíma, þannig að það er frekar pirrandi að fá alltaf tóma vitleysu eftir þann biðtíma. Það veit líklega heldur ekki á gott fyrir 2-D og 3-D strúktúrana sem eru næstir á dagskránni.

Lag dagsins er Doll með Foo Fighters.

mánudagur, maí 02, 2005

I might recite a small prayer if I ever said them

Á föstudaginn var margumtöluð árshátið DTU. Án þess að vera eitthvað að teygja lopann, þá held ég að allir séu sáttir um að þetta var gott partí.

Tja, nema líklega Gunni, sem týndi miðanum sínum og kom því ekki með. En þau sem mættu voru almennt sátt.

Fríða myndaði heil ósköp, sem hér má skoða. Bráðfyndið hvað allir voru orðnir berjabláir um munninn. Það hefur ekkert með það að gera að rauðvíninu var rúllað inn á brettum.

Kíkti aðeins til Bruno í gær, en kallinn varð þrítugur. Hjá honum var heljarveisla, en ég stoppaði stutt. Helvítis pestin er en að herja á mig, og því fannst mér nóg eitt djamm um helgina. Reyndar athyglisvert, að það er því líklega pestinni að þakka að ég er ekki með timburmenn á 1. maí núna í fyrsta skipti í 4 ár. Sem að er svo afmælisveislunum hjá Bruno að kenna.

Mánuður í próf í wireless communications. Ótrúleg gleði þegar það próf verður búið og einungis verkefnið eftir. Það verður auðvitað töluverð gleði þegar hlutirnir fara að virka aðeins betur í verkefninu, en það kemur (vonandi).

Lag dagsins er Sailing Ships með Whitesnake.