Still my guitar...
Hmmm.
Þessi ferð í bæinn að horfa á fótboltaleik varð aðeins lengri en hún átti að verða.
Og svo þarf maður að mæta í afmæli í kveld. Urrrr.
Við Bruno og Thomas gengum reyndar um hálfann miðbæinn að finna pöbb sem sýndi leikinn og gæfi okkur að éta. Það endaði reyndar þannig að við átum á MakkDí og flúðum svo inná Irish Rover. Makkdónalds kom ekki sterkt inn, en Æriss Róver klikkar aldrei. Sátum þar lengi vel og hlustuðum á góða læv músík.
Jamm...Gott að við drengirnir erum ávallt skynsamir og förum snemma heim.
Lag morgunsins er Johnny B með Hooters.