föstudagur, september 30, 2005

Still my guitar...

Hmmm.

Þessi ferð í bæinn að horfa á fótboltaleik varð aðeins lengri en hún átti að verða.

Og svo þarf maður að mæta í afmæli í kveld. Urrrr.

Við Bruno og Thomas gengum reyndar um hálfann miðbæinn að finna pöbb sem sýndi leikinn og gæfi okkur að éta. Það endaði reyndar þannig að við átum á MakkDí og flúðum svo inná Irish Rover. Makkdónalds kom ekki sterkt inn, en Æriss Róver klikkar aldrei. Sátum þar lengi vel og hlustuðum á góða læv músík.

Jamm...Gott að við drengirnir erum ávallt skynsamir og förum snemma heim.

Lag morgunsins er Johnny B með Hooters.

þriðjudagur, september 27, 2005

Oh holy night

Meðan ég man. Hverjum lánaði ég Oh the Humanity! geisladiskinn minn?

Ég vil gjarnan fara að getað hlustað á Eilert og Homer Slockenheimer aftur.

the wind just kinda pushed me this way

Alveg er það magnað hvað sumar myndir eldast misvel. Mér varð hugsað um þetta þegar ég horfði á Backdraft. Reyndar er málið með þá mynd ekki svo mikið að hún hafi elst illa. Það er meira málið að það sorglegt að sjá suma leikarana. Reyndar er alls ekki hægt að kvart yfir Kurt Russel, Robert DeNiro eða Scott Glenn. Og Donald Sutherland er meiriháttar sem pírómaníakkinn. Hins vegar vegur þessi kvartett ekki upp vægast sagt grátlega frammistöðu William Baldwin og Jennifer Jason Leigh. Mér er svosem nett sama um Baldwin, en ég hélt alltaf að JJL væri býsna góð leikkona. The lesson, as always: I'm an idiot.

Ég hef nett gaman að kíkja á . Þvílíkt safn af júsless upplýsingum, sem þeir sem þekkja mig vita að eiga til að fara á límhliðina á mínum heila. Anyways, mér fannst góður punktur að Alec Baldwin hafi sagt William bróður sínum að leika í Bio-Dome "could be the single most career ending decision he could possibly make". Ótrúlega vel séð fyrir, en kommon, Kylie Minogue og Pauly Shore léku í myndinni...

Góð lína úr Clerks: Did the destruction of the second Death Star in "Jedi" cost innocent contractors their lives? Mæli með Kevin Smith myndunum. (Hef þó ekkert séð sem hann hefur gert eftir Jay and Silent Bob strike back, og því þýðir ekkert að herma Jersey Girl uppá mig.)

Jamm...Það er meira hvað maður hefur mikið að gera núna eftir skil...

Annars er verkefni vikunnar að senda tvær starfsumsóknir. Ég mun verðlauna mig með bjór á föstudag ef það hefst.

Reyndar verður líklega bjór hvort eð er, þar sem ég er að fara í afmæli, but who cares? Það verður að búa sér til gulræturnar. Ekki vaxa þær á trjám.

Er að hlusta á Van Morrison. Enlightenment. Passar fínt.

laugardagur, september 24, 2005

Was?

Tók nettann vídeópakkann í kveld. Og blandan var þokkalega sýrð, auðvitað.

Sá fyrst Never Scared, sem er stand-up með Chris Rock frá því í fyrra. Ótrúlegur kjaftur á kallinum, og reyndar ótrúlega pólítískt. Fílaði þetta ágætlega.

Neggst öpp, var mynd sem verður líklega best flokkuð sem b-mynd. Ekkert að því, þar sem Jennifer Garner lék Elektru. Svona klassískt Marvel-Comics dæmi sem situr í manni síðan maður var í hasarblöðunum í denn.

Síðasta mynd kvöldsins var tvímælalaust sú besta. Ótrúlega mögnuð mynd, þrátt fyrir að vera á því fagra tungumáli, þýsku. Der Untergang er mynd sem fólk ætti að sjá. Ein af þessum örfáum myndum sem fær mann til að hugsa um afhverju fólk er eins og það er.

Best að verða ekki of djúpur hér. Mæli hinsvegar eindregið með myndinni.

Ætli þetta verði árið sem Golden State standi sig? Arsenal eru ekki að gera góða hluti, Green Bay eru krapp eins og er. Spurning hvort að þetta sé svona vog á þessu?

föstudagur, september 23, 2005

Nautið lá í djúpri laut og naut að vera naut

Æi, kommon.

Nautið borið til grafar? Hvaða gúrkutíð er þetta? Er ekki alveg jafngott fyrir visi að linka beint á Baggalút?

spinning round and round

Só vott?

Þetta er hins vegar algjör snilld.

Alveg stressandi að vera búinn að skila...Eða þannig.

Vörnin verður þann 11. Október.

Lag dagsins er Goodbye með Elton John.

Na-na-na-na-nananana...

Mér varð hugsað til Ingvar og Sjonna í kveld. Hið besta mál, góðir vinir.

Þetta varð hins vegar til að ég fór að kíkja í gegnum myndalbúmin sem ég á. Og mæ god, það eru hræðilegar myndir þar. Af mér, af þeim, af hömstrunum (sem Sjonni og Begga áttu), o.s.fr....

Er að spá í að skanna þetta inn, núna þar sem ég hef smá tíma. (Á ég að henda þessu beint inná síðuna, eða viljiði skoða þetta fyrst...?)

Held að þetta gætu orðið ferskar partímyndir.

Það er líklega rétt að That's all var áður lag dagins.

Því eru tvö lög dagins í dag:

Time, með Pink Floyd, og Fingers of love með Crowded house.

And that's it. Lag dagins er það sem mér dettur í hug á þeim tíma, só bögg off.

miðvikudagur, september 21, 2005

Da!

Yes!

Búinn.

Þar sem að maður er búinn að vera svo lítið að læra þessi síðustu ár, þá fékk ég þessa hugdettu í morgun. Held að þetta myndi koma sterkt inn. Nema líklega hjá bankanum...

Lag dagsins er That's all með Genesis.

þriðjudagur, september 20, 2005

So close, yet so far away...

Ef Can't walk away með Herberti Guðmunds er ekki eitthvert albesta eitís-lag allra tíma, þá veit ég ekki hvað.

Eitís-lag allra tíma? Er ekki eitthvað öfugsnúið við þá setningu?

Nokkuð fyndið, að eftir síðasta póst hjá mér fóru að koma fullt af hittum frá Ameríku. Spurning hvort fólk hafi verið að gúggla á Toxic eða American Pie?

mánudagur, september 19, 2005

Are we there yet?

Uuuu....Nei.

það er ekki laust við að maður hafi fengið að vita af því í dag. Svosem í lagi. Neita því ekki að ég átti fyrir því, eftir að hafa nöldrað vel og lengi í Hrönn og Ernu um að þær væru haugar að skila ekki á réttum tíma. Ég vissi að það ætti alls ekki eftir að koma í bakið á mér. Seisei, nei.

Maður verður eitthvað að fínpússa þetta í einn, tvo daga í viðbót, en annars er ég kominn með nóg og ætla að fara að skila þessu.

Ég var nærri búinn að setja Toxic sem lag dagsins, en verð að segja að American Pie með Don McLean kemur enn sterkara inn.

fimmtudagur, september 15, 2005

I'm waiting in my cold cell

Á þessari síðu er frétt sem minnir mig á góða sögu sem ég heyrði ekki alls fyrir löngu.

Ég sá svona kvikindi í sjoppunni á Skindergade um daginn. Ætla að fara og prófa eftir helgi. Veisla.

I pity the fool

Ókei, fyrst af öllu: Jújú...The wise man has spoken.

Og að sjálfsögðu.

En þetta er pottþétt hlekkur dagsins. (Eða næturinnar...)

Það stefnir allt í að ég skili ekki fyrr enn á mánudaginn. Ég nenni varla að taka all-nighter-inn á morgun. Ég vill bara engann veginn vera í einhverju stressi á síðustu metrunum. Það væri samt ágætt að koma þessu í hús.

Var að spá í að skrifa um pirring. Passar ágætlega, þar sem maður er með þolinmóðari mönnum. Ákvað þess í stað að skrifa kafla í lokaverkefnið. Líklega vel valið.

Lag dagsins: Four Horsemen með Metallica.

miðvikudagur, september 14, 2005

you'll just sing about jesus and drink wine all day

Í nýjasta hefti IEEE Spectrum er special report um hvernig FBI hlóð 170 milljónum dollara í hugbúnað sem var svo gefist uppá í ár. Athyglisvert hefti um afhverju hugbúnaður klikkar. Hér eru nokkar ástæður sem gefnar voru í heftinu:

Bad or non-existent documentation
Impossible-to-meet requirements
Poor and ever-changing specifications
Quality-control issues

and perhaps the biggest problem of all:

People.

Ja, svei mér þá. Skyldi þó aldrei vera.

mánudagur, september 12, 2005

I´m really close tonight

Mér datt það snjallræði í hug að skreppa á körfuboltaæfingu í kvöld. Svona þar sem ég hef vart hreyft mig í 3 mánuði, og hnén eru farinn að væla yfir því.

Nema, auðvitað endaði æfingin með 10 mínútna sprettum. Meiriháttar. Ég skreið hálfpartinn heim.

The lesson, as always: I'm an idiot.

laugardagur, september 10, 2005

Rabbits, I tell you, rabbits.

Hrönn og Fernando buðu í mat í gær. Maður mætti, ásamt Hilmari, Ernu, Hildi og Begga, sem er einmitt að flytja til Íslands í dag. Eftir þríréttað stóðu allir vita gjörsamlega á blístri. Fjandi gott.

Við Erna litum við í partíið hjá hjólagellunum eftir matinn. Mikið ósköp er maður ekki í partíhamnum núna. Geispandi eins og manni væri borgað fyrir það. Þannig að maður var kominn heim snemma.

Fínt kvöld. Gríðarlega hressandi að kíkja útúr herberginu.

föstudagur, september 09, 2005

Dielectric Disks of Arbitrary Size

Frétt Baggalúts um Jens Almáttugan er með því skondnara þessa dagana.

Lög dagsins:
In the Army now - Hvenær hafa Status Quo klikkað? Uuu...Ó, nevermind.
Gold - Spandau Ballet. Klikkar ekki trommuheilinn.
Marlene on the Wall - Suzanne Vega. Sem ég sá á tónleikum fyrir nokkrum árum. Sem minnir mig á:
Greenland - Bob Hillman. Held að það sé möst að setja textann af því ágætalagi hér.

Greenland
No more waiting for your ice to melt
In the high desert heat of Texas
I've got an imitation sealskin coat
And a one-way ticket to Greenland
Greenland, Greenland

I'm going to live on the world's largest island
Where the icecap is seven kilometers thick
You're twice as cold as Greenland

While you're naysaying I'll be fishing
With an optimist discussing
Home Rule Government, industry
Like me, they're after progress
In Greenland, Greenland

Who needs a summer when you've got autonomy
From Denmark and ninety-eight percent literacy
You're twice as cold as Greenland

If you're ever in the neighborhood
Of Disko Bay and searching
You'll find me on a hunting spree
With a certain celestial body
In Greenland, Greenland

Give me a lover who would rather build a fire
Than muddle along talking psychology
You're twice as cold as Greenland

Það held ég nú!

fimmtudagur, september 08, 2005

I bombed Korea every night

Ég var orðinn hálf-fúll yfir því, að síðustu niðurstöðurnar sem ég ætlaði að hafa með í ritgerðinni voru ekki þannig að hægt væri að taka þær trúanlegar. Var næstum búinn að sætta mig við að ég yrði að skrifa eitthvað bull um hvernig á því gæti stæði. Í kvöld tókst mér að finna hvar vesenið var, og nú er allt eins og það á að vera. Í það minnsta þarf ég ekki lengur að skrifa að ég "haldi að þetta virki rétt". Nú hef ég enga ástæðu til að halda annað en þetta virki pörfekt. Meiriháttar.

Ég er hálfpartinn farinn að hlakka til að klára þetta. Nokkur vinna eftir við skriftir, annars er þetta á tíma. Hugsa ég.

Hljómsveit dagsins er Cake. Þvílík snilld.

þriðjudagur, september 06, 2005

Slow poke music

Buster mætti með þennan hlekk í kommentin. Ég má til með að setja hann hér, þetta er þvílík snilld. Vildi að mér hefði dottið þetta í hug.

Það er á tæru að allt væl um að ritgerðarvinna sé puð á ekki rétt á sér. Segir sig reyndar nokkuð sjálft, en ég meina nú svona relative. Kennarinn minn sýndi mér í dag gamalt verkefni sem hann gerði, og maður lifandi. Hvernig komust menn af fyrir tíma Matlab og Latex? Bara vinnan við að setja upp verkefnið var gríðarlegt. Smáhlutir eins og kaflayfirlit og blaðsíðunúmer voru stórmál. Allt sjálfvirkt í dag. Ekkert að hugsa um það. Það er ljóst að ef ég hefði ekki hlutina eins og þeir eru í dag væri ég ekki að fara að skila mínu verkefni í næstu viku.

Diskurinn í spilaranum: Slip of the Tounge með Whitesnake. Þetta var einmitt diskurinn sem þeir voru að kynna þegar þeir komu til Íslands og spiluðu í Reiðhöllinni. Ég var sem betur fer á fyrri tónleikunum. Þ.e., þeim sem Coverdale söng á, ekki þeim sem Pétur heitinn Kristjáns og fleiri hlupu í skarðið.

PS: Ég er ekki frá því að það búi í mér svosem einn pistill um gítarleikara og gítareigendur, þegar ég er búinn að skila.

sunnudagur, september 04, 2005

Who made who?

Svo eru menn að segja að rokkið sé dautt.

laugardagur, september 03, 2005

Blame it on the Boogie

Hér er einn góður. Alltaf gott að hafa aðgang að þessu.

Annars veit ég ekki alveg hvort maður á að segja frá því að þetta var skemmtun kvöldsins. Reyndar mjög áhugavert, en það hefði kannski verið meira normalt að vera á Sensommerfest í skólanum.

14 dagar í skil.