I bombed Korea every night
Ég var orðinn hálf-fúll yfir því, að síðustu niðurstöðurnar sem ég ætlaði að hafa með í ritgerðinni voru ekki þannig að hægt væri að taka þær trúanlegar. Var næstum búinn að sætta mig við að ég yrði að skrifa eitthvað bull um hvernig á því gæti stæði. Í kvöld tókst mér að finna hvar vesenið var, og nú er allt eins og það á að vera. Í það minnsta þarf ég ekki lengur að skrifa að ég "haldi að þetta virki rétt". Nú hef ég enga ástæðu til að halda annað en þetta virki pörfekt. Meiriháttar.
Ég er hálfpartinn farinn að hlakka til að klára þetta. Nokkur vinna eftir við skriftir, annars er þetta á tíma. Hugsa ég.
Hljómsveit dagsins er Cake. Þvílík snilld.
<< Home