Slow poke music
Buster mætti með þennan hlekk í kommentin. Ég má til með að setja hann hér, þetta er þvílík snilld. Vildi að mér hefði dottið þetta í hug.
Það er á tæru að allt væl um að ritgerðarvinna sé puð á ekki rétt á sér. Segir sig reyndar nokkuð sjálft, en ég meina nú svona relative. Kennarinn minn sýndi mér í dag gamalt verkefni sem hann gerði, og maður lifandi. Hvernig komust menn af fyrir tíma Matlab og Latex? Bara vinnan við að setja upp verkefnið var gríðarlegt. Smáhlutir eins og kaflayfirlit og blaðsíðunúmer voru stórmál. Allt sjálfvirkt í dag. Ekkert að hugsa um það. Það er ljóst að ef ég hefði ekki hlutina eins og þeir eru í dag væri ég ekki að fara að skila mínu verkefni í næstu viku.
Diskurinn í spilaranum: Slip of the Tounge með Whitesnake. Þetta var einmitt diskurinn sem þeir voru að kynna þegar þeir komu til Íslands og spiluðu í Reiðhöllinni. Ég var sem betur fer á fyrri tónleikunum. Þ.e., þeim sem Coverdale söng á, ekki þeim sem Pétur heitinn Kristjáns og fleiri hlupu í skarðið.
PS: Ég er ekki frá því að það búi í mér svosem einn pistill um gítarleikara og gítareigendur, þegar ég er búinn að skila.
<< Home